Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 78
ir hamrarnir og ólgandi sjórinn minntu á sögur af tröllum og slysum. Stundum gat gnýrinn frá sjónum orðið svo mikill að inni í þorpinu vöknuðu lítil böm og héldu að vatn rynni í baðkör. Við sáum að haugurinn var fullur af glerbrotum. Það glampaði á þau. Sólargeislarnir stungu sér einsog sundkappar í gegnum vindinn. Jonni hélt að glerbrotin væru brjóstsykur. í hans augum var herstöðin sælgætis- verksmiðja. En við Siggi höfðum séð þetta svo oft áður og við vissum að glerbrotin voru brotnar bjórflöskur sem glysgjamir hrafnar úr fjöllunum færðu heim í hreiðrin sín, því að þeir litu á glerbrotin sem skartgripi, einsog þegar fólkið í þorpinu var að fara upp á völl og reyna að kaupa glingur. „Blessaður maður,“ sagði Siggi, „Það myndi nú aldeilis blæða úr kjaftinum á þér ef þú bryddir þennan brjóstsykur," og við hlógum að Jonna af því að hann var ekki jafn hagvanur og við, en ég hafði komið auga á skothylkin og vildi beina hugum þeirra að öflugri hlutum en bijóstsykri. Ég gaf þeim nýjar sígarettur og sagði að við þyrftum að komast yfir skothylki, þó að ég vissi að í sum þeirra vantaði púður. „Við þurfum að vopnast,“ sagði ég, „einsog Combathermennimir í kanasjónvarpinu.“ Það leist þeim báðum vel á. Ég hafði oft heyrt í körlunum, pabba og hinum, þegar þeir vom að tala um skothylkin og vopnin uppi á velli, en þeir þóttust allir hafa svo mikið vit á vopnum, bara af því að þeir unnu uppi á velli og héldu að þeir væru í stríði. Stundum sátu þeir með vínglösin einsog hermenn, í hálfgerðum hermannabúningum og töluðu um Pearl Harbour og alls konar fáránlega staði einsog þeir hefðu verið þar og stundum tók pabbi úlpuna og fór eitthvað út, einn. Ég sá hann fyrir mér á reyksvældum bar í sjómanni við hermenn. Þó vissi ég að þeir myndu ekki hafa hitt einn kríurass, þó að þeir væm með kíki og allar græjur, þvf að þeir vom engu meiri skyttur en Billó bjáni sem ætlaði binda enda á sitt ömurlega líf með því að skjóta sig úti í bílskúr, en hitti ekki einu sinni í hausinn á sjálfum sér, heldur fór skotið í gegnum hurðina og út í sandkassa hinum megin við götuna. Billó var heppinn að þetta var um kvöld, því að annars hefði hann skotið einhvem krakkaaulann og verið dæmdur á þann stað þar sem ég sit nú og lít yfir farinn veg. 76 TMM 1992:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.