Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 86
tekið hefur af sér farðann. í ljóðinu eru í tólf línum átta sjálfstæðar málsgreinar. Hver um sig er mynd sem stendur sér, jafngild hinum og ótengd þeim. En auk þess tengjast innan setningar fyrirbæri sem eru ósamrýn- anleg röklega; bamavagn öskrar, hundar bölva, hestur hrasar um konu. Mikið er hér gert að því að afskræma kunnugleg atriði. Ekki nægir að segja að skáld verði e.t.v. geðveikt, heldur þarf líka að taka fram að það sé þá ljóshært! Þvílík stílrof eru alla tíð áberandi í ljóðum Halldórs Laxness, eink- um birtist oft upphafin lýsing sem er svo skyndilega skotin niður í lágkúrugrín. Það er ekki bara að „kýmar leika við kvum sinn fíngur“, Fljótsdalshérað hefur aldrei áður verið þérað, en er það nú, m.a. vegna ríms- ins. Annað ljóð frá 1926 er lofsöngur til íslensks vors, og einkennist af heldur sund- urlausri upptalningu (Kvœðakver, bls. 17- 18): tvævetlan karar nýgotunginn smáa [... ] Kolviðarhóll er kunnur næturgestum, kaffið er drukkið þar á brotna stólnum og þar er voldugt víðboð handa prestum: vitlausir strákar húrra yfir pólnum. Keilir er eins og konungsstóll í salnum; karlamir spá og taka í nef úr baukum. [... ] Guð lætur víðinn vaxa handa lömbum: vegurinn austur líkt og kiljönsk saga!“. Og svo kemur annarleg litrík persónugerv- ing: „og döggvum ölvað dreymir grasið bláa“. Eitt frægasta ljóð Halldórs er „Ungling- urinn í skóginum“, frá 1925. Það er eins- konar upphaf módemustu ljóða hans, því það má kalla ferð frá vitrænum skilningi að skynjun, að því að dvelja við fegurð. Rammi ljóðsins er í röklegu samhengi; stúlku dreymir að hún sé stödd í skógi, eins og hún var ári fyrr, með stöllu sinni, en nú er hún ein. Þama hittir hún ungling klæddan laufskikkju, og hann reynir að tæla hana með orðskrúði. Þar sem tal unglingsins er tælandi, er það þá einkum hljómríkt, rímauðugt, og myndríkt, en einnig sam- hengislítið, jafnvel óskiljanlegt á köflum. Hér er sýnishom úr frumgerð kvæðisins (Eimreiðin 1925, bls. 71): Litla títa litla hvíta mýrispýta, lindargullið og flugan mín, eg er kominn að sjá þig, sjá þig, og heiti Máni af Skáni, kominn frá Spáni til að sjá þig, spámáni frá Skáni, skámáni ffá Spáni, frá Skámánaspáni, og vil fá þig, fá þig. — Losti og fegurð em þungamiðja ljóðsins, því er það svo skynrænt, enda er það mest- megnis tal unglingsins, sem er persónu- gervingur náttúrunnar. Og því verður lýsing skógarins í munni hans yfirgengileg, mót- sagnakenndar myndir reka hver aðra og sýna skóginn frá ólíkum hliðum: „morgun- skógurinn drifinn dögg [ . . . ] miðaftan- skógurinn [. .. ] kvakandi kveldskógurinn [... ] rökkurviðurinn reifður hvítum þokum [ . . . ] vorskógurinn". Myndaflaumurinn sýnir ástríðuna, og við bætist, hve altæk hún er, spannar himin og jörð: angan guðlausra jarðdrauma, himneskur losti, heiðinnar moldar. I rauninni er ljóðið þó hvorki óröklegt né samhengislaust, þegar á heildina er litið. 84 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.