Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 96
Hans Magnus Enzensberger Flæmski glugginn Felumynd Kristján Árnason þýddi Þegar ég horfi út, grilli ég fyrst, í hominu efst til vinstri, í himin, gagnsæjan, þunnan, rakan. Bláminn í fjarska er sveipaður léttri slæðu netjuskýja sem glampa eins og sundurrifin baðmull. Allt sem fyrir augu ber sindrar í geislaflóði. Sólin hlýtur að vera að baki mér — eða á ég að segja: að baki okkur? Ekki gott að segja hvort það er árla morguns eða síðla dags. Stór hvítur fugl með svörtum vængbroddum hefur sig til flugs. Þetta hlýtur að vera storkur — en hvar eru annars til storkar? Ég greini nef hans, mjóa rauðgula rák, sem stefnir upp, og á bak við hana aðra fugla á sveimi, svartar skuggamyndir, kannski múrsvölur eða krákur, en þeir eru of langt í burtu til að ég þori að slá neinu föstu um það. Himinninn sýnist miklu stærri en hann er, í rauninni hef ég aðeins fyrir mér sneið, mjóa ræmu milli risastórra, gamalla tijáa fremst á myndinni. Þetta eru eikur, enginn vafi á því. Þessar þykku krónur, þessar undnu greinar, þetta máttuga byggingarlag — þetta hljóta að vera eikur. Sjáið bara hvemig laufið bregður lit, er ýmist maígrænt eða koparbrúnt. Þar sem sólargeisli fellur á tréð, stendur það í silfurlitum ljóma. Við höfum hér fyrir augum norðlægan frumskóg, sannkallað skógarþykkni. Aðeins mjór troðningur liggur úr þessum dimma skógi, gangstígur, grýttur, hlykkjóttur, og einmitt hér, þar sem hann liggur út á víðavang, þar sem bjartast er, skjóta upp kollinum nokkrar mannverur. Fyrst er það maðurinn þama í rauðu kápunni, þrekinn, feitlaginn, ógeðugur náungi, með barðastóran hatt á höfði og í rauðum sokkum, og leiðir konu sína sem er alltof gömul fyrir hann. Hvaða fýlusvipur er þetta á henni! Við þykjumst sjá votta fyrir skegghýjungi á efri vör hennar, og við spyrjum okkur, hvers vegna hún skarti sparifötunum sínum, knipplingasilki, 94 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.