Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 96
Hans Magnus Enzensberger
Flæmski glugginn
Felumynd
Kristján Árnason þýddi
Þegar ég horfi út, grilli ég fyrst, í hominu efst til vinstri, í himin,
gagnsæjan, þunnan, rakan. Bláminn í fjarska er sveipaður léttri slæðu
netjuskýja sem glampa eins og sundurrifin baðmull. Allt sem fyrir augu
ber sindrar í geislaflóði. Sólin hlýtur að vera að baki mér — eða á ég að
segja: að baki okkur? Ekki gott að segja hvort það er árla morguns eða
síðla dags.
Stór hvítur fugl með svörtum vængbroddum hefur sig til flugs. Þetta
hlýtur að vera storkur — en hvar eru annars til storkar?
Ég greini nef hans, mjóa rauðgula rák, sem stefnir upp, og á bak við
hana aðra fugla á sveimi, svartar skuggamyndir, kannski múrsvölur eða
krákur, en þeir eru of langt í burtu til að ég þori að slá neinu föstu um
það. Himinninn sýnist miklu stærri en hann er, í rauninni hef ég aðeins
fyrir mér sneið, mjóa ræmu milli risastórra, gamalla tijáa fremst á
myndinni. Þetta eru eikur, enginn vafi á því. Þessar þykku krónur, þessar
undnu greinar, þetta máttuga byggingarlag — þetta hljóta að vera eikur.
Sjáið bara hvemig laufið bregður lit, er ýmist maígrænt eða koparbrúnt.
Þar sem sólargeisli fellur á tréð, stendur það í silfurlitum ljóma. Við
höfum hér fyrir augum norðlægan frumskóg, sannkallað skógarþykkni.
Aðeins mjór troðningur liggur úr þessum dimma skógi, gangstígur,
grýttur, hlykkjóttur, og einmitt hér, þar sem hann liggur út á víðavang,
þar sem bjartast er, skjóta upp kollinum nokkrar mannverur. Fyrst er það
maðurinn þama í rauðu kápunni, þrekinn, feitlaginn, ógeðugur náungi,
með barðastóran hatt á höfði og í rauðum sokkum, og leiðir konu sína
sem er alltof gömul fyrir hann. Hvaða fýlusvipur er þetta á henni! Við
þykjumst sjá votta fyrir skegghýjungi á efri vör hennar, og við spyrjum
okkur, hvers vegna hún skarti sparifötunum sínum, knipplingasilki,
94
TMM 1992:4