Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 102
Ritdómar Viðsnúnings hressandi hristingur Þórarinn Eldjárn: Ó fyrir framan. Forlagið 1992. 144 bls. Og heldurðu að það væri til dæmis ekki gaman að geta snúið sér við, togað sjálfan sig upp um kokið og hlaupið svo út um víðan völl með beinagrindina utan á og öll líffærin dinglandi í fersku lofti? Heldurðu að það væri ekki hressandi? (24) Leikur Þórarinn Eldjárn er sagnamaður. Hann er einn fárra íslenskra höfunda sem ekki líta á smá- sagnagerð sem aukabúgrein til hliðar við skáld- sagna- og ljóðagerð. Ó fyrir framan er þriðja smásagnasafn hans. Áður hefur hann sent ffá sér söfnin Ofsögum sagt (1981) og Margsögu (1985). Sjö ár eru því liðin frá því Margsaga kom út en í millitíðinni hefur höfundur sent frá sér ljóðabækur og eina módemíska skáldsögu, Skuggabox (1988). Höfundur tekur hér upp þráðinn þar sem hann slitnaði fyrir sjö árum, þótt nær væri að segja að þráðurinn hafi aldrei slitnað því höfundareinkennin eru þau sömu, lykilorð og umdeild stefnuskrá enn sem fyrr: húmor. í viðtali í TMM sagði Þórarinn nýlega: „Mér finnst að skáld geri yfrið nóg gagn með því að skemmta lesendum sínum“ (1992:2,42). Leitað er fanga í íslenskri samtíð og sögu, þjóð- trú og þjóðlegheitum hvers konar. Húmorinn er sá sami og í eldri smásögunum, og má raunar segja að höfundur sé samur við sig bæði hvað varðar stíl og efni. Hér kemur fátt á óvart. I Ófyrirframan eru fjórtán sögur. Flestar eru þær uppfullar af ýmiss konar skemmtilegheit- um, vegir ímyndunaraflsins eru greiðfærir. Þær mynda ekki eina samhangandi heild að öðru leyti en því að í flestum ef ekki öllum sögunum er stundaður sá leikur að setja „ó fyrir framan“ (titillinn er hluti af einkunnarorðum bókarinnar, sem fengin em úr Bamagullum Jóns Árnason- ar). Leikurinn felst í einhvers konar viðsnúningi (samanber klausuna hér að ofan sem tekin er úr sögunni „Viðsnúnings hressandi hristingur"), annaðhvort í lífi eða hlutskipti persónanna sjálfra (samanber til dæmis „Áhrínið“, „Eftir spennufallið“, „Lúlli og leiðarhnoðað" og ,,Dundi“), ellegar í því að mynd breytist í ómynd (,,Myndin“). Efni fleiri sagnaer af líkum toga, svo sem „Saga Svefnflokksins“, sem stofnaður er sem andóf gegn vökulífinu og „Lit- ur orða“ um orð sem hafa lit en verða litlaus. Viðsnúningurinn getur verið hvort tveggja skapandi og fyndinn, svo sem í sögunni „Mynd- in“ og í „Viðsnúnings hressandi hristingi" þar sem stúdentar sýna „grautfúla þjóðháttamynd um bjargsig“ (24-25) aftur á bak og við það verður hún fyndin. Vesturíslenski auðkýfingur- inn Sid Swarfdale orðar þá heimssköpun sem felst í viðsnúningnum í síðarnefndu sögunni svo: 100 TMM 1992:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.