Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 110
mátt sinn og merkingu virðist einstaklingurinn stöðugt verða viðkvæmari gagnvart þeim. Þetta ósamræmi kemur fram í tveimur sögum um guð og eiginkonu hans. í sögunni „Eiginkona guðs“ eru guð og konan hans að rífast um spegil (tunglið) sem konan hans er búin að týna, og guð segir: — Ég er alveg miður mín. Við erum farin að hljóma nákvæmlega einsog hjón niðrá jörðu. — Það ert þú sem vilt hafa það þannig. Þú hjálpar mér ekki að leita. Þú vilt vera einsog hjónin á jörðinni, alltaf að bítast á. — Ég hef aldrei bitið þig. — Ég mundi svo sannarlega bíta þig en ég veit að það yrði ekki til neins. — Mig hefur alltaf langað tilað þú bitir mig. Afhveiju bíturu mig ekki núna? (26) í „Hvíldardagur“ eru þau enn að þræta um hinn týnda spegil eiginkonunnar, og guð reynir að gera henni til hæfis: — Þú verður að laga á þér hárið áður en það þomar. — Ha? En hárið mitt er ekki blautt. — En ætlaru ekki að laga það? Hálfnað verk þá hafið er. — Afhveiju ertu að skipa mér fyrir verk- um? — Þú verður að laga á þér hárið. — Ertu að meina að hárið mitt sé ljótt? — Nei. (...) — Komum nú og leggjum okkur og ég laga á þér hárið á eftir. — Ha? — Komdu og elskaðu mig. — En ekki segja þá neitt ljótt um hárið á mér. —Ég segi ekki neitt ljótt um háriðþitt. Það er ég sem elska hárið þitt. — Elskaru hárið mitt? (47) Hér notar höfundur svipaða aðferð og absúrd- leikskáldin; hún leikur sér að orðum, persón- urnar ná ekki saman þannig að mikil spenna verður í textanum, en spennan gufar upp og fær enga lausn. En þótt Einu sinni sögur eigi margt sameig- inlegt með absúrdismanum, vantar bölsýnina sem gjarnan tengist honum í sögur Kristínar. Þegar á heildina er litið er Einu sinni sögur jákvæð og lifandi bók, full af lífsgleði og kímni- gáfu. Þá trú að lífið sé til einskis og tilveran endalaus krossganga er hvergi að finna í sögun- um sem hér um ræðir. Með baminu sem er alls staðar nálægt tengir höfundur saman hið ljúfa og sára, gleðina og sorgina, þar sem ákveðið jafnvægi ríkir. Viðfangsefni flestra sagnanna í Einu sinni sög- um er ástin í einni eða annarri mynd; ástin og þær tilfinningar sem tengjast henni. Því Einu sinni sögur fjalla fyrst og fremst um tilfinning- ar, grunntilfinningar sem við þekkjum öll. Þetta er þema sem við könnumst við úr fyrri sögum og leikritum Kristínar, hún virðist aldrei verða þreytt á að skoða sömu hlutina frá nýjum og nýjum hliðum. Það segir sig sjálft að hætta er á að sögurnar verði of líkar hver annarri með því að nota ekki einungis sama form („Einu sinni var . . .“), heldur fjalla þær allar einnig um svipuð efni. Höfundur færist mikið í fang með þessu. Þegar um ástina er að ræða er auðvelt að brotlenda á flatneskjunni. En Kristín hefur næmt auga fyrir andstæðunum í ástinni, hún kallar þær fram, skoðar þær og metur. Þetta, ásamt fjölbreytni höfundar í ástamálum, ef svo má að orði komast, gerir það að verkum að sögurnar fá hver um sig sjálfstæðan svip jafn- framt því sem þær skapa eina heild. í Einu sinni sögum er lýst ástum milli fullorðinna jafnt sem bama, kvenna ekki síður en karla. í þessu felst styrkur höfundar; að skoða sömu hlutina frá mörgum og sífellt nýjum hliðum, toga fram andstæðumar og jafnvel tengja þær. í sögunni „Slagsmálastrákamir“ hefur hið grófa og erótíska fengið ljóðrænt ívaf eins og eftirfarandi útdráttur sýnir. Hér tengir höfundur hið saklausa og óreynda við hið þroskaða og 108 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.