Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Ég fékk tækifæri til þess að hafa áhrif á fjár-lög ríkisins næsta ár er ég tók tímabundiðsæti á alþingi nú í desember. Eða þannig. Aðkoma alþingis að fjárlögunum í desember ein- kennist af óteljandi breytingartillögum og yf- irgengilegum málamiðlunum á alla kanta, skí- treddingum myndi einhver segja. Fyrir þann sem kemur inn í vinnuna á þessu stigi endist sól- arhringurinn ekki til þess að fá yfirsýn yfir allt sviðið sem fyllist af hæfileikalausum leikurum eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslu. Mál- þóf um eitthvað sem engu máli skiptir, í þeim til- gangi að knýja fram milljón krónur hér og þar, er regla frekar en undantekning í desember. Málþóf í þágu skattalækkunar og minni rík- isreksturs þekkist hins vegar ekki. Því miður. Ég skal vera fyrst manna til þess að viðurkenna að fjárlögin, sem ég tók þátt í að samþykkja, kveða á um margvísleg ónauðsynleg ríkisútgjöld, óráð- síu jafnvel. Hins vegar áttu sér stað undur og stórmerki sem draga úr sárustu kvölinni sem fjárlagafrumvarpið veldur frjálslyndu fólki hægra megin í pólitík. Einn ógagnsæjasti skatt- urinn var afnuminn í eitt skipti fyrir öll. Vöru- gjöld, 15-25%, hafa verið lögð á ýmsar vörur sem við öll notum daglega; handáburð, ávexti, gólf- teppi, krullujárn, lampa, brauð … Það var eig- inlega hátíðlegt að taka þátt í afnámi þessa sér- kennilega skatts á svokallaðar almennar vörur. En við erum ekki laus við óeðlilega skatta, ekki einu sinni alveg laus við vörugjöldin. Bif- reiðar, áfengi, búvörur og tóbak bera áfram vörugjöld. Efra þrep virðisaukaskattsins er enn allt of hátt, og neðra auðvitað líka. Tollar eru áfram við lýði. Mönnum er mjög í mun að draga úr áhrifum skattkerfisbreytinganna á ýmsa hópa. Alls kyns undanþágur hafa tíðkast. Ferðaþjónustan hefur ekki innheimt virðisaukaskatt en hefur nú verið felld í neðra þrepið. Af hverju ekki það efra? Laxveiði er áfram undanþegin virðisaukaskatti. Bílaleigur og rútubílafyrirtæki hafa fengið und- anþágur frá vörugjöldum á bifreiðar. Nú í des- ember var dregið úr undanþágu bílaleiga en ekki rútufyrirtækja. Áfram verður innflutningur á bíl- um sem einkum hátekjufólk kaupir (rafmagns- og metanbílar) undanþeginn vörugjöldum eða með verulegum afslætti en aðrir bílar bera áfram allt að 65% vörugjöld. 65%! Hví þessar undanþágur og afslættir yfirleitt? Jú, vegna þess að þessir skattar eru of háir. Af- nám vörugjaldsins nú í einu skrefi sýnir að það er hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir við fjárlagagerð og ná nægilegri samstöðu um þær á alþingi. Næstu skref þarf að taka við gerð næstu fjárlaga, ekki þarnæstu. Af nógu er þar að taka. Hátíðarstund á alþingi * Ef löggjafinn viður-kennir að sumum fyr-irtækjum er ofviða að greiða þá skatta sem lagðir eru á hvað má þá segja um heim- ilin í landinu og getu þeirra til að greiða t.d. 65% vöru- gjald fyrir fjölskyldubílinn? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.andersen.is Jón Gnarr, fyrrverandi borgar- stjóri og grínisti, setti fram eigin kenningu á því á Facebook í vik- unni af hverju landið okkar heitir Ísland og sagði meðal annars í henni: „Eftir mikið grúsk og sam- töl við ýmsa fræðimenn þá er ég kominn með kenningu um upp- runa nafnsins Ísland. Ég held að gríski landkönnuðurinn Pýþeas hafi fyrstur manna fundið landið í ferð sinni um 325 fyrir Krist. Ég held að Pýþeas hafi nefnt Ísland „Isla de Día“ eða „Eyja birtunnar“. Ég býst við því að hann hafi verið hér um hásumar. Engar frumheim- ildir eru til um ferðir Pýþeasar heldur einungis það sem róm- verskir sagnfræðingar varðveittu. Ég held að þegar Rómverjar afrit- uðu grísk kort þá hafi þeir umrit- að staðarnöfn úr grísku og yfir á latínu. Gríska heitið á þessum ókunna stað hafði ekki merkingu fyrir þeim þannig að þeir brugðu fyrir sig skítareddingu og nefndu eyjuna „Is- landia“. Salka Sól Eyfeld tón- listar- og dag- skrárgerð- arkona gagnrýndi verðlagningu á kaffi á Twitter og á Facebook í gær og birti mynd af verðmiðanum sem var upp á 380 kr. Salka Sól skrif- aði: „Kaffiterían á Reykjavík- urflugvelli er ekkert að djóka með verðið á kaffisoðning! Hver bolli af svona soðning kostar í kringum 7 kr. í fram- leiðslu.“ Sóley Tóm- asdóttir, for- seti borg- arstjórnar hjá Reykjavíkurborg, fann gamla skyrtu í pakkningu sem var keypt í sálugu verslunarmiðstöðinni Miklagarði sem var í Holtagörðum á 9. áratugnum. Verðmiði frá Miklagarði var á pakkningunni. Hún skrifaði: „Afi minn fer ekki í jólaköttinn. Hann var að kaupa sér skyrtu. Í Miklagarði.“ AF NETINU Jólavaka í beinni Góðir gestir koma í sjónvarpssal til að vera með á Jólavökunni og má þar nefna Ásgeir Trausta. Morgunblaðið/Rósa Braga RÚV stendur fyrir svokallaðri jólavöku í fyrsta skipti, í beinni útsendingu á Rás 2 og í sjónvarpinu, nú um helgina, laugardaginn 20. desember. Dagskráin stendur frá kl. 12.40 á Rás 2 og stendur til 22 og tveggja klukku- stunda dagskrá hefst kl. 19.40 í sjónvarpinu. Meðal umsjónarmanna eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, þeir Hraðfrétta- stjórnendur, Brynja Þorgeirsdóttir, Gísli Ein- arsson og Gísli Einarsson. Farið verður um allt land á vökunni; fylgst með skötuverkun, vel skreytt hús á Suður- nesjum skoðuð og nyrsti skógur landsins skoðaður. Auk þess munu gestir úr öllum átt- um kíkja í sjónvarpssal, má þar nefna Ásgeir Trausta, Pál Óskar og Heru Hilmarsdóttur. Vettvangur „Það er nánast ógnvekjandi að það skuli vera til einhver sem er eins ekta góður og Edda Magnason. Þú finnur að þú stendur frammi fyrir einhvers konar Mozart,“ segir blaðamaður og gagnrýnandi Svenska Dagbladet í gagnrýni um nýjustu sólóplötu Eddu Magnason. Woman Travels Alone er heitið á nýrri plötu hinnar hálfíslensku tónlist- ar- og leikkonu en Edda, sem er ein vinsælasta tónlistarkonan í Svíþjóð, átti stjörnuleik í kvikmyndinni Mon- ica Z og var valin leikkona ársins í Sví- þjóð árið 2013. Platan fær glimrandi dóma í öllum helstu dagblöðum og fjölmiðlum landsins. Í dómi Svenska Dagbladet kallar gagnrýnandinn Eddu jafnframt „ofurmenni“. Hin hálfíslenska Edda Magnason fær frábæra dóma fyrir sólóplötu sína Woman Travels Alone. Líkti Eddu við Mozart

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.