Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 L jóðabók Kristínar Ei- ríksdóttur Kok er til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og bóksalar völdu hana ljóðabók ársins. Krist- ín er myndlistarmenntuð og í bókinni eru teikningar eftir hana sem tengjast beint efni ljóðanna. Kristín eyðir jólum og áramótum á Spáni og í Portúgal þar sem hún leggur lokahönd á leikrit sem sýnt verður í Borgarleikhús- inu á næsta ári. „Leikritið heitir Hystory og fjallar um þrjár kon- ur sem voru bestu vinkonur í grunnskóla, frá því í sex ára bekk þar til sumarið eftir 10. bekk þegar þær eru fimmtán ára. Svo gerist eitthvað sem verður til þess að þær slíta öll- um samskiptum og hittast ekki fyrr en tuttugu árum síðar,“ seg- ir Kristín. Það eru yfirleitt mikil átök milli persóna í verkum þínum og þær sýna þar oft mikla grimmd. „Já, það er rétt. Það er bæði blessun og bölvun að sjá grimmdina í samskiptum og vera meðvitaður um hana. Það er al- veg hægt að lifa lífinu án þess að velta því fyrir sér og væri kannski auðveldara. Ég held samt kannski að maður hafi ekki val um það hvort maður dettur inn á þessa rás eða ekki. Ég varð ein- hvern veginn manneskja sem sér þessa hlið á samskiptum fólks og svo óvart líka manneskja sem miðlar því sem hún sér. Þannig er þetta bara stundum.“ Gat ekki verið í ramma Móðir þín er Ingibjörg Haralds- dóttir skáld og þýðandi. Mótaði hún að einhverju leyti áhuga þinn á skáldskap? „Áhrif hennar eru óskaplega mikil. Mamma er dásamlegt skáld og hefur haft áhrif á mig í gegn- um skáldskap sinn. Það eru setn- ingar í ljóðum hennar sem lifa alltaf með mér. Hún hafði líka mikil áhrif á mig með því að ala mig upp við lestur. Ég las óg- urlega mikið sem barn og með henni og hún hafði mjög góðan smekk á barnabókum. Uppáhalds- rithöfundurinn minn þegar ég var lítil var Maria Gripe og ég vil hér með koma þeirri ósk á fram- færi að bækur hennar verði end- urútgefnar. Þetta eru enn þær bækur sem hafa haft mest áhrif á mig, sama hvað ég les mikið sem fullorðin manneskja. Gripe er aldrei að skrifa niður til neins bara af því að hann er lítill. Ein af bókum hennar er Húgó og Jósefína sem fjallar um strák sem fann sig ekki í skóla- kerfinu og var alltaf úti í skógi að safna kóngulóm. Ég held að Húgo hafi haft mikil áhrif á mig af því ég fann mig ekki í skóla- kerfinu. Það veldur venjulega miklu uppnámi þegar barn finnur sig ekki í ramma en þarna sá ég loksins persónu sem fann sig ekki í skólakerfinu og það var bara allt í lagi. Það bara hentaði honum ekki að vera í ramma! Ég las bækurnar um Húgó aftur og aftur vegna þess að ég gat ekki verið í ramma. Það er sannarlega ekkert að því að finna sig í skólakerfinu, en sumir gera það ekki. Ef maður stendur sig ekki í skóla þykir maður strax annars flokks. Slíkan stimpil er mjög grimmilegt að setja á barn.“ Var þetta erfitt fyrir þig? „Já, og mótaði mig mjög. Það bjargaði miklu að hafa aðgang að bókmenntum. Ég átti líka óskap- lega listræna ömmu og pabba sem er mjög vítt þenkjandi og þau höfðu vit á því, ásamt mömmu, að hvetja mig áfram í því sem ég gat. Ég gat skrifað ritgerðir, teiknað og skrifað og var góð í stafsetningu, en allar raungreinar þvældust fyrir mér. Í skólakerfinu var svo mikil áhersla lögð á það sem börn gátu ekki og það skapaði stöðugt niðurrif. Þegar ég var í tíunda bekk gafst ég upp og ákvað að það væri ekki þess virði að fara í skóla. Ég var komin svo langt aftur úr í raungreinum og var svo viðkvæm að ég náði ekki að harka af mér eins og sumir geta. Ég gafst upp og mætti ekki í samræmdu prófin. Mamma studdi mig í þeirri ákvörðun og hvatti mig til að skrifa. Hún missti ekki „Ég geri alltaf mitt besta og reyni að vera trú sjálfri mér og því sem kallar á mig,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Golli Blessun og bölvun að sjá grimmdina KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR ER HÖFUNDUR LJÓÐABÓKARINNAR KOKS SEM TILNEFND ER TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐ- LAUNANNA. Í VIÐTALI TALAR KRISTÍN UM MIKILVÆGI BÓK- MENNTANNA, GAGNRÝNI OG VERÐLAUN. TALIÐ BERST EINNIG AÐ SKÓLAKERFINU SEM HÚN FANN SIG EKKI Í OG ÁHRIFUM HÚGÓS HENNAR MARIU GRIPE. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.