Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Síða 15
trú á mér þótt ég væri ekki sá
fyrirmyndarnemandi sem hún
var.“
Mamma þín orti pólitísk ljóð,
ert þú pólitísk?
„Nei, ekki eins og mamma. Ég
er alin upp í kalda stríðinu við
miklar öfgar og mamma og pabbi
gerðu það upp síðar meir. Ég
fæðist 1981 og elst upp í Breið-
holtinu. Mamma var að skrifa
fyrir Þjóðviljann og þegar átti að
stríða mér kölluðu krakkarnir
mig kommúnista. Ég vissi ekki
almennilega hvað það þýddi en
það var útskýrt fyrir mér á mjög
fallegan hátt þannig að ég upp-
lifði snemma að ég tilheyrði þjáð-
um minnihlutahópi. Mitt pólitíska
uppeldi er alltaf með mér en ég
hugsa samt allt öðru vísi um
heiminn en foreldrar mínir gerðu
enda er kalda stríðinu lokið.“
Þú ert listamaður sem horfir á
íslenskt samfélag utanfrá, hvernig
finnst þér það vera?
„Ég veit ekki hvort ég sé sam-
félagið utanfrá, alla vega finn ég
hvergi neinar útlínur. Stundum
finnst mér ég líka vera alveg að
drukkna í kliðnum. Um daginn
fór ég í flugvél og í stað þess að
heyra hina vanalegu og örlítið
þvoglumæltu ræðu flugmannsins
um fet og skyggni sagði hressileg
rödd frá júmbósamlokutilboðum.
Þá hugsaði ég með mér að þarna
kjarnaðist vandi samtímans; í
skorti á ósköp eðlilegri reisn.“
Þjóðin er dugleg við að tjá
skoðanir sínar á facebook, ert þú
virk þar?
„Nei, en kannski hefði ég þörf
fyrir það ef ég byggi í útlöndum.
Tilhugsunin um að búa hér og
taka þátt í umræðunni skapar
hjá mér köfnunartilfinningu. Ég
er ekki karakter í facebook-
umræður. Ég tjái mig öðruvísi og
í gegnum þann farveg sem ég
hef valið mér.“
Sjóuð í því að
taka gagnrýni
Hvernig tekurðu gagnrýni?
„Sem betur fer er ég myndlist-
armenntuð. Ég var tvítug þegar
ég byrjaði í myndlistarnámi og
það voru stöðugar yfirferðir þar
sem maður átti að svara fyrir
það sem maður var að gera. Það
er góður skóli. Ég hef oft lesið
yfir handrit vina og vinir hafa
lesið yfir mín handrit og þar er
oft harkaleg gagnrýni. Ég er því
orðin nokkuð sjóuð í því að taka
gagnrýni. Það má alveg gagnrýna
mig.
Fyrsta ljóðabókin mín kom út
þegar ég var 23 ára gömul. Ég
hafði verið að vinna í henni í
þrjú ár og mér fannst alltaf að
hún væri ekki tilbúin en svo kom
að því að ég varð að senda hana
í prentun, sem var erfitt. Þá tók
ég ákvörðun um að ég ætlaði að
vinna við listir. Ég er mjög með-
vituð um að í starfi mínu get ég
ekki alltaf slegið í gegn. Stund-
um gerir maður eitthvað sem öll-
um finnst frábært og stundum
ekki.
Ég geri alltaf mitt besta og
reyni að vera trú sjálfri mér og
því sem kallar á mig. Stundum
getur það verið eitthvað sem
ekki margir hafa áhuga á en ég
vona samt að stundum sé það
eitthvað sem vekur áhuga
margra. Annars fæ ég ekkert
sérlega mikið út úr því að vera
hrósað. Mér finnst aðalatriðið að
ég sjálf sé sátt. Það er gaman ef
verk manns snerta fólk, algjör
plús, en þetta snýst meira um
innri þörf og svörun við henni
heldur en egó höfundarins eins
og fólk ímyndar sér kannski.
Þessi skammi tími, jólavertíðin,
þegar höfundar verða sýnilegir er
mjög ólíkur venjulegu dagsformi
þeirra; þegar þeir sitja einir með
sjálfum sér og fálma eftir merk-
ingu í tóminu.“
Nýjasta bókin þín Kok er
myndlistarbók og ljóðabók, en
eru myndlistaráhrifin greinileg í
öðrum verkum þínum?
„Þessi áhrif eru algjörlega
gegnumgangandi og þeirra gætir
í miklum mæli í leikritum mínum
og smásögum. Ég held líka að
tilfinning mín fyrir byggingu og
plotti komi úr myndlistinni. Upp-
bygging er myndrænt fyrirbæri.“
Skiptir það máli fyrir þig að
ljóðabók þín er tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna?
„Já, mér þykir afskaplega vænt
um það og er ánægð fyrir hönd
Koks. Mér finnst eins og ég sé
að senda prúðbúinn en svolítið
skrítinn einstakling út í lífið og
verð vitaskuld að halda með hon-
um.“
Er það þá rétt sem stundum
er sagt að rithöfundar líti á bæk-
ur sínar eins og börnin sín?
„Já, en það verður líka til viss
aðgreining. Frá því Kok kom út
hef ég verið á kafi í öðru verk-
efni en svo var bókin tilnefnd til
verðlauna og það er flott. Mér
finnst líka gaman að sjá tvær
ljóðabækur og smásagnasafn vera
tilnefnd til Bókmenntaverðlauna í
ár. Sjálf les ég mikið af ljóðum
og smásögum og vil veg þessara
formgerða sem mestan og best-
an.“
Þú sérð framtíð þína sem rit-
höfundur og myndlistarmaður?
„Já, ég ætla bara að halda
mínu striki.“
Er ekki erfitt að eiga fjárhags-
lega afkomu sína undir rit-
störfum?
„Það kemur sér vel að vera al-
in upp hjá mjög vinstrisinnuðu
fólki því þar eiga peningar ekki
að skipta eins miklu máli. Þegar
ég var lítil og sagði: Ég elska
þessa blússu eða: Ég elska þessa
dúkku þá sagði mamma: Ekki
elska hluti, Stína mín, elskaðu
fólk.“
* Tilhugsunin um að búa hér og takaþátt í umræðunni skapar hjá mérköfnunartilfinningu. Ég er ekki karakter í
facebookumræður. Ég tjái mig öðruvísi og í
gegnum þann farveg sem ég hef valið mér.
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Borðstofuborð fyrir stórfjölskylduna
Sm24 borðstofuborð 100 x 200 cm
+ 3 x 50 cm stækkun Gegnheil eik
Verð 399.000,-
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Komdu og skoðaðu úrvalið hjá okkur