Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 20
Ásamt Disney World er Universal Orlando Resort eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna. Universal sam- anstendur af tveimur stórum görðum, Universal Studios og Islands of Adventure. Þessi risastóri megagarður hentar frekar eldri krökkum og fullorðnum. Í garðinum er ógrynni af allskonar tækjum og rússíbönum sem hleypa miklu magni af adrenalíni um æðar. The Simpsons, ýmsar ofurhetjur, Kalli kanína og co., Transformers og fleiri persónur er þar að finna. Universal Orlando Resort og Disney World eru gríðarlega vinsælir garðar og því má gera ráð fyrir löngum röðum. Það er snjallt að verða sér úti um svokallaðan Fast pass eða hraðpassa. Passinn gefur forgang umfram alla þá sem ekki hafa slíkan passa líkt og hraðkassarnir sem eru til staðar í matvöru- verslunum. Aðeins er hægt að fá þrjá hraðpassa í einu og því þarf að vanda valið vel. Viðkomandi er úthlutað tímasetningu og þarf að mæta á réttum tíma. Þegar tíminn er runninn upp og viðkomandi mætir á svæðið þarf aðeins að bíða í 10-20 mínútur í stað þess að bíða í klukkutíma eða tvo. Leyndarmál skemmtigarðanna 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Ferðalög og flakk Frá opnun Diagon Alley í Harry Potter-garðinum í fyrrasumar. O rlando á Florida er eft- irsóknarverður staður, sérstaklega fyrir fjöl- skyldur. Borgin sjálf er svo sem ekki mjög frábrugðin öðrum borgum og mætti tala um ósköp venjulega borg, en það sem gerir svæðið umhverfis hana svo áhugavert er fjölbreytt flóra skemmtigarða og allskonar af- þreying fyrir fjölskylduna. Disney World, Universal Stud- ios, Harry Potter-garðurinn, Legó- land, sundlaugagarðar og sædýra- söfn. Á þessu svæði eru einnig glæsi- legar verslunarmiðstöðvar og svo- kölluð „outlet“ eða afsláttarbúðir, þar sem hægt er að fá mikið fyrir minni pening. Veitingastaðirnir í Orlando og á nálægum svæðum eru, ekki að undra, mjög amerískir og hátíðlega er tekið á móti kúnn- um. Það sem er einstaklega þægi- legt við veitingastaðina er að þeir eru langflestir afar fjölskylduvæn- ir. Ekki þarf að stressa sig á því að kerran komist ekki fyrir eða að börnin séu með læti, því slíkt er daglegt brauð og þjónar á veit- ingastöðunum orðnir ansi sjóaðir. Þetta má í raun segja um næstum allt umhverfið í Orlando. Andrúmsloftið er sannarlega af- slappað og er Orlando á Florida hinn fullkomni staður til að heim- sækja með alla fjölskylduna í eft- irdragi. VILTU STRESSLAUSAN OG FJÖLSKYLDUVÆNAN STAÐ? Ekta fjöl- skylduparadís JÓLIN Á ÍSLANDI ERU VISSULEGA DÁSAMLEG EN ÞAÐ ER HINS VEGAR VIRKILEGA SKEMMTILEGT OG NÁNAST NAUÐSYNLEGT AÐ PRÓFA AÐ EYÐA ÞEIM ERLENDIS. JÓLASTRESSIÐ VERÐUR FJARLÆGT, FJÖLSKYLDAN NÆR GÓÐRI SLÖKUN OG EKKI ER VERRA EF STAÐURINN ER Í HLÝRRI KANTINUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Disney World, sem staðsett er skammt frá Orlando, er dásam- legur staður og sérstaklega fyrir þau yngri. Þar er að finna allar helstu persónur Disney-teikni- mynda í fullri stærð, sem gleðja lítil hjörtu. Garðurinn var opnaður 7. október 1971. Á hverju ári sækja tæplega 53 milljónir manna garð- inn og er hann einn vinsælasti ferðamannastaður allra tíma sam- kvæmt Forbes. Kastali Öskubusku er einkennismerki Disney World og er kastalinn það fyrsta sem ber fyrir augu þegar komið er á Disn- ey-eyjuna en þangað þarf að fara með ferju. Mikki og Mína mús, Andrés önd og Andrésína, Guffi og Plútó eru að sjálfsögðu aðal-Disney- hetjurnar en auk þess eru mun fleiri persónur sem prýða garðinn og sífellt bætist í hópinn í takt við nýjar teiknimyndir. Í Disney World eru allskonar tæki sem henta öll- um aldri. Fyrir ári fór undirrituð með son sinn, þá tveggja ára, í Disney sem vakti gríðarlega lukku þrátt fyrir ungan aldur. Bangsímon og Bósi ljósár voru þar fremstir í flokki. Disney er fyrir alla fjölskyld- una og fólk á öllum aldri enda finna líklega flestir til notalegrar nostalgíu þegar garðurinn er heim- sóttur. Vissulega er margt fólk í garð- inum og sér í lagi á háannatíma svo sem um jól og páska en skipulag er þó nokkuð gott og þurfa gestir líka að skipuleggja eigin ferð. Notaleg nostalgía Guffi, Plútó, Mikki og Mína mús og Andrés önd eru aðalmálið í Disney World. AFP Í Universal eru allskonar tryllitæki og rússíbanar fyrir áhugasama ofurhuga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.