Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Matur og drykkir M atur kemur mjög við sögu í Biblíunni, ef grannt er skoðað, þó engar séu birtar upp- skriftirnar. Mikið er borðað, eins og hverj- um manni er og hefur alltaf verið nauðsyn, og maturinn sem borinn er á borð í bókinni helgu er hollur, segir séra Svavar Alfreð Jónsson. Hugmyndina að bókinni: Biblíumatur - uppskriftir frá landi mjólkur og hunangs, fékk forleggjari séra Svavars, Guðjón Ingi Eiríksson hjá Hólum, „og hann þurfti ekki að ganga lengi á eftir mér,“ segir prestur. Tvö barna séra Svavars og eiginkonu hans, Bryndísar Björnsdóttur, eru búsett í Hollandi. Björn Ingi er í læknanámi í Maastricht og kona hans, Lára Dagný Guð- mundsdóttir, er í meistaranámi í lista- og menningar- fræðum. Dóttir séra Svavars og Bryndísar, Sunna, hóf í haust nám við konunglegu listaakademíuna í Haag. Björn Ingi og Lára Dagný komast ekki heim um jólin og hjónin skutust því utan á dögunum ásamt yngstu dótturinni, Hildi Emelíu, og fjölskyldan hélt litlu-jólin í Maastrich þar sem fjölskyldufaðirinn sló upp veislu og bauð að sjálfsögðu upp á biblíumat. „Verkefnið hefur tekið eitt og hálft ár og í því sameina ég nokkur af mínum áhugamálum. Ég hef alltaf haft gaman af því að elda og líka að borða góðan mat. Ég eldaði alla rétt- ina sjálfur og prófaði – reyndar fleiri en komust í bókina. Ég bauð fólki í mat til að smakka með mér, enda hef ég alltaf haft gaman af því líka að borða með öðrum; að hafa sam- félag í góðum mat. Svo tók ég allar myndirnar sjálfur enda mikill áhuga- maður um ljósmyndun. Loks ég hef að sjálfsögðu mikinn áhuga á heilagri ritningu, því ritsafni. Biblían er nátt- úrlega mikið ritsafn og varð til á mjög löngum tíma; þar eru engar uppskriftir en vitað er hvaða hráefni voru notuð. Land gyðinga var mikið gnóttaland.“ Svavar segist hafa þurft að grúska heilmikið um fyr- irbærið biblíumat og pantað bækur til að leita fanga. Maturinn í bókinni er mjög „hreinn“, eins og séra Svav- ar orðar það. „Segja má að helsta einkennið sé hve mat- urinn er einfaldur. Sykur er mjög lítið notaður en mikið hunang og berjasaft til að gefa sætubragð, mikið er um grænmeti og ávexti, lambakjöt og fisk. Ég fjalla líka um súpur, salöt, brauð og eftirrétti. Þetta er matur sem fer vel í mann.“ Séra Svavar kynntist kirkjustarfi ungur en einnig góð- um mat. „Pabbi spilaði á böllum á Hótel KEA í gamla daga en oftast dinnermúsík. Við mamma fórum stundum að hitta hann og þá buðu kokkarnir mér gjarnan í eldhúsið og gáfu mér eitthvað gott. Svo var það einu sinni að mamma fór með mig upp kirkjutröppurnar til messu þar sem presturinn stóð fyrir altari, mjög fallega klæddur að mér fannst. Þegar hann fór fram í skrúðhús á leið sinni í predikunarstólinn, sagði ég víst svo undir tók í kirkjunni: Mamma, hvert fór kokkurinn?“ Séra Svavar segist telja ýmislegt sameiginlegt með þessum tveimur störfum; kokksins og prestsins. „Við prestarnir vinnum við að matreiða textann úr þessari bók. Kokkarnir vita að hráefnið þarf að vera fyrsta flokks og það er fyrsta flokks hráefni sem við prestarnir höfum. Vissulega þarf að beinhreinsa og skera frá, velja hráefni sem fólk getur melt og það þarf að krydda það. Maður er sem sagt alltaf í ákveðinni mat- reiðslu.“ Séra Svavar Alfreð Jónsson og eiginkona hans, Bryndís Björnsdóttir, á græn- metismarkaðnum í Maastricht að velja hráefni í veisluna á litlu-jólunum. SAMEINAR ÁHUGAMÁLIN Í NÝRRI BÓK Mamma, hvert fór kokkurinn? * Það er fyrstaflokks hráefnisem við prestarnir höfum. Vissulega þarf að beinhreinsa og skera frá, velja hráefni sem fólk get- ur melt og það þarf að krydda það. Systkinin Sunna, lengst til vinstri, og Björn Ingi. Á milli þeirra er Lára Dagný, eig- inkona Björns Inga. SÉRA SVAVAR ALFREÐ JÓNSSON, SÓKNARPRESTUR Í AKUREYRARKIRKJU, ER MIKILL ÁHUGAMAÐUR UM MAT OG MATARGERÐ, FLINKUR LJÓSMYNDARI TIL MARGRA ÁRA OG HEFUR AÐ SJÁLFSÖGÐU EINLÆGAN ÁHUGA Á HEILAGRI RITNINGU. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Möndlusúpa Fyrir 4 - 6 í forrétt. 1 lítill fínsaxaður laukur 2 kramin hvítlauksrif 2 bollar hænsnasoð 2 bollar vatn ¼ tsk rifinn sítrónubörkur ½ tsk kúmín Salt og pipar eftir smekk ½ bolli möndlukurl 3 msk ólívuolía Rauðurnar úr tveimur harð- soðnum eggjum 3 fínsaxaðir skalottulaukar 4 msk jógúrt Setjið lauk, hvítlauk, skalottulauk, soð, vatn, sítrónubörk, krydd, salt og pipar í pott og sjóðið við vægan hita. Ristið möndlurnar 4 mínútur í ólívu- olíu á pönnu. Ausið þeim upp með gaffli og látið þorna á eldhúspappír áð- ur en þið setjið þær í skál. Myljið eggjarauðurnar út í. Hrærið síðan blönd- unni út í súpuna og látið sjóða í 10 mínútur. Berið fram með jógúrtslettu á hverjum diski. Setjið tvo osta á fat og raðið í kringum þá þurrkuðum fíkjum, döðlum og rúsínum. Dreifið val- hnetukjörnum yfir ásamt pist- asíuhnetum sem ristaðar hafa verið með hvítlauk. Fíkjur, döðlur, rúsínur, hnet- ur og ostur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.