Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 36
N ominet Trust, tæknifjárfestingarsjóður sem sérhæfir sig í verkefnum í al- mannaþágu, sendi nýlega frá sér lista yfir 100 tækniframfarir sem stuðlað hafa að bættum heimi á árinu 2014. Á listanum er að finna margvíslegar tækninýjungar hvaðanæva og þar sitja jafnt til borðs framlög frá þróuð- um ríkjum sem vanþróaðri. Listinn er of langur til þess að hægt sé að fjalla um allar nýjungarnar en hér verður stiklað á stóru og fjallað um nokkur atriði sem er að finna á listanum; athyglisverða tækni sem vafalaust mun setja svip sinn á heiminn innan tíð- ar. Tækninýjungar sem stuðla að betri heimi UM VÍÐA VERÖLD EINBEITIR FJÖLDI MANNA SÉR AÐ ÞVÍ AÐ REYNA AÐ BÆTA LÍFSKJÖR ANNARRA MEÐ UPPFINNINGUM SÍNUM. Á MEÐAL ÞEIRRA UPPFINNINGA SEM ÞYKJA MEÐAL ÞEIRRA HUNDRAÐ BESTU ÁRIÐ 2014 ERU UMHVERFISVÆNN ÞYNGDARAFLSLAMPI, KORTLAGNING KYNFERÐISGLÆPA Í EGYPTALANDI OG LEITARVÉL SEM ÆTLAR SÉR AÐ VELTA GOOGLE ÚR SESSI. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Græjur og tækni AFP *Verið er að þróa nýja tegund gallabuxna sem eruþess eðlis að þær koma í veg fyrir að tölvu-þrjótar geti nýtt sér þráðlausa tengingu til aðbrjótast inn á þráðlaus greiðslukort. Að sögnsérfræðinga færist slíkur þjófnaður stöðugt ívöxt. Buxurnar eru hannaðar í samvinnu viðtölvuöryggisfyrirtækið Norton og koma á al- mennan markað í febrúar að því er fram kemur á vef BBC. Gallabuxur verjast netþjófnaði Hér er um að ræða lítið sprota- fyrirtæki frá Philadelphiu sem setti sér það smávægilega mark- mið að velta Google úr sessi og veita risanum harða sam- keppni á sviði leitar á netinu. Um 20 manns vinna hjá félaginu sem stendur og tromp fyrirtæk- isins felst í frið- helgi einkalífs. Ólíkt Google safnar Duck- DuckGo hvorki upplýsingum né deilir þeim með þriðja aðila. Einkunnarorð DuckDuckGo eru að hér sé á ferðinni leitarvél sem ekki fylgist með þér. Þá er jafn- framt minna af auglýsingum og rusli inni á síðunni. Síðunni var hleypt af stokk- unum árið 2008 og í júní 2013 framkvæmdi hún daglega um tvær milljónir leita. Í september sama ár, eftir uppljóstr- anir Edwards Snowdens, var þessi tala kom- in í fjórar milljónir og árið 2013 var heildar- fjöldi leita á síðunni rúm- lega milljarður. Nú hafa fjár- festar kveikt á per- unni og flykkst til DuckDuckGo. Hresst hefur ver- ið upp á útlit síðunnar og leit- arvélin fylgir nú forhlaðin með nýjustu stýrikerfum Apple svo dæmi sé tekið. DuckDuckGo HarassMap er stórmerkilegt frumkvæði í Egyptalandi sem miðar að því að beita uppsafnaðri hópþekkingu til þess að kortleggja kynferðisglæpi í landinu og stuðla að því að kynferðisglæpamenn komist ekki upp með brot sín að refsilausu. 83% kvenna og 98% erlendra kvenna í Egyptalandi hafa mátt þola kynferðislega áreitni eða verri brot. Fjórar konur eru á bak við verkefnið og því var hleypt af stokkunum árið 2009. Hægt er að senda á einfaldan hátt inn nafnlausar frásagnir af því hvar og hvers konar ofbeldi eða glæp viðkomandi hefur mátt þola og þá er jafnframt mögulegt að merkja framlögin ákveðnum flokkum sem ná yfir allt frá dónalegum ávörpum til óviðeigandi hegðunar og jafnframt nauðg- unar. Þolendur fá samstundis send stuðningsskilaboð með upplýsingum um hvar hægt er að nálgast lögfræði- og sálfræðiaðstoð, læra sjálfsvörn og hvernig kæra skal til lögreglu. Upplýsingarnar og gögnin sem fást fyrir at- beina þessa kerfis gera aðstandendum HarassMap kleift að greina stærð vandamálsins í Egyptalandi og á hvaða stöðum það er alvarlegast og jafnframt átta sig á töl- fræðistaðreyndum um bæði fórnarlömb og gerendur. HarassMap Hér er um að ræða uppfinningu sem eflaust hefði fyllt sir Isaac Newton stolti; afar ódýran lampa sem knúinn er áfram af þyngdaaflinu einu saman. Markmiðið með hönnuninni er að út- rýma hættulegum, mengandi og dýrum steinolíulömpum. Þyngd- araflslampinn er að vísu ekki stafræn uppfinning en fékk engu að síður að fljóta með inn á listann í krafti snilldarinnar sem í hon- um felst. Einn fimmti hluti jarðarbúa neyðist til þess að nota stein- olíulampa vegna þess að aðgangur hans að rafmagni er takmark- aður. Á hverju ári er dauði 1,5 milljóna manna í Afríku tengdur við eim frá steinolíulömpum og þá er jafnframt afar algengt að alvarleg brunasár megi rekja til notkunar slíkra lampa. Þá gefur slíkur lampi, sem látinn er loga fjórar klukkustundir á dag, frá sér 150 kíló af koltvísýringi út í andrúmsloftið á ári hverju. Lampinn virkar þannig að hlut sem vegur um 15 kíló (til dæm- is bara poki fylltur með mold) er lyft og hann látinn falla til jarð- ar. Í fallinu framleiðir hluturinn hreyfiorku sem knýr hljóðlátan mótor sem aftur býr til nægilegt rafmagn til þess að knýja lamp- ann í 25 mínútur. Gravity Light Duolingo er afar vinsælt tungu- málaforrit sem tengir á snjallan hátt saman ríka eftirspurn eftir góðri þýðingaþjónustu og mikið framboð af nemendum sem vilja læra tungu- mál ókeypis. Stofnandi Duolingo, Luis von Ahn, setti upp síðuna til þess til að bæta aðstæður þeirra sem vilja virkilega læra nýtt tungu- mál til þess að öðlast frekari tæki- færi í samfélaginu en hafa hins vegar ekki þá peninga sem þarf milli handanna. Hann megnaði að setja upp hell- ing af háklassa-tungumálakúrsum á netinu – ókeypis. Og hvernig fór hann að því? Með því að fá við- skiptavini sem vantar þýðingaþjón- ustu til þess að borga fyrir herleg- heitin. Líkt og margir aðrir tungumála- skólar gerir Duolingo nemendum sínum kleift að æfa sig með því að vinna þýðingar. Það sem aðgreinir Duolingo frá öðrum skólum er að þessar þýðingar eru fyrir alvöru- kúnna, sem greiða fyrir hraðvirka þýðingaþjónustu. Nemendur Duo- lingo geta þýtt margvíslega texta, kosið um nákvæmni þýðinganna og kúnnar á borð við CNN og Buzz- feed reiða fram fjármuni í staðinn. Duolingo Þessi vefsíða er sú fyrsta sinnar tegundar sem hefurþað að markmiði að vernda uppljóstrara sem leka upplýsingum um glæpi sem framdir eru gegn dýr- um. WikiLeaks-módelið er nýtt til þess að upp- ljóstrarar geti komið á framfæri upplýsingum um slæma meðferð á dýrum án þess að eiga á hættu að þurfa að gjalda slíkt dýru verði. Upphaflega hugmyndin var sú að koma síðunni á fót til þess að stemma stigu við ólöglegum við- skiptum með tegundir í útrýmingarhættu. Wild- Least styðst við öfluga kóðunarferla svo hver sem er og hvenær sem er, hvort sem viðkomandi verð- ur vitni að ólögmætum veiðum eða flutningi dýra milli staða og svo framvegis, getur gert viðvart. Löggæsluaðilar hafa átt í erfiðleikum með að hafa hemil á vel skipulögðum og fjármögnuðum glæpa- samtökum sem sérhæfa sig í ólöglegum viðskiptum með dýr í útrýmingarhættu. Talið er að iðnaðurinn sé virði um 20 milljarða bandaríkjadollara á ári. WildLeaks

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.