Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 42
Hátíðleg og fáguð förðun er fullkomin yfir hátíðarnar.
Morgunblaðið/Þórður
K
ristjana Guðný Rúnarsdóttir lærði förðun árið 1996 í Make up Forever og
hefur síðan farðað fyrir ýmis tímarit.
„Síðastliðin 11 ár hef ég unnið fyrir Lancome og síðastliðin níu ár hef ég
starfað sem national makeup artist hjá Lancome sem felst í því að fara á
hverju ári í próf og verja þannig titilinn.“
Kristjana farðar mikið fyrir tískuþætti og forsíður helstu tímarita landsins en hún
hefur einnig farðað stórstjörnur og fylgt þeim eftir sem einkaförðunarfræðingur,
meðal annars hefur hún unnið fyrir Yoko Ono og dóttur Isabellu Rosselini og barna-
barn Ingrid Bergman, Elettru Rossellini Wiedemann.
Kristjana segist hafa mikla ástríðu fyrir því að þjónusta kúnnann vel og gefa góða
ráðgjöf.
„Með þessari jólaförðun langaði mig að sýna konum hvað það er hægt að gera
auðvelda, fallega og elegant förðun fyrir jólin. Hvernig hægt sé að líta vel út án þess
að stressa sig mikið yfir því.“
Hátíðlegt og einfalt
Það sem Kristjana gerði var að undirbúa húðina
vel með farðagrunni sem gefur húðinni fallegan
ljóma og jafnar húðtóninn. Næst bar hún augn-
skuggagrunn á augnlokin en þá helst augnskugg-
inn betur. Því næst bar hún farða á húðina með
farðabursta og setti ljómapenna undir augun til
að lýsa upp augnsvæði og gefa bjartara útlit og í
kringum varirnar til að lýsa upp varasvæðið en
þá helst varaliturinn lengur.
Kristjana bar að því loknu laust púður létt yfir
allt andlitið til þess að festa farðann. Með því að
bera laust púður yfir farðann helst farðinn allan daginn. Kristjana notaði síðan matt
sólarpúður til þess að móta hjá kinnbeinum. Byrjað er frá enni og undir kinnbein,
einnig bar hún sólarpúður undir kjálkabeinið til að móta andlitið. Næsta skref er
augnskugginn en Kristjana valdi fimm lita augnskuggapallíettu. Kristjana byrjaði á
ljósasta litnum og bar hann yfir allt augnlokið og á milli brúna til að fá meiri dýpt á
skygginguna. Dökkbrúna litinn bar hún rétt í glóbuslínuna og blandaði vel saman.
Ljósasti liturinn fer í augnkrókinn og létt undir augabrún. Dökkfjólublái liturinn í
pallíettunni notaði hún undir neðri augnhárin til að ramma inn augnlokin.
Næst var borinn þægilegur og auðveldur augnlínupenni á augnlokin. Svo er það
maskarinn sem gerir augnhárin dramatísk.
Kristjana mótaði augabrúnirnar með augnhárablýanti.
Á epli kinnanna notaði notaði hún mildan kinnalit.
Að lokum var varalitur borinn á varirnar. Kristjana segir mikilvægt að móta var-
irnar með varablýanti þegar notaður er sterkur varalitur svo hann haldist betur.
Kristjana valdi sterkan varalit sem hún segir ekta hátíðarvaralit sem helst vel á vör-
unum og gefur mikla fyllingu.
Fyrirsæta: Berglind Brá Jóhannsdóttir. Vörurnar sem Krtistjana notaði: La Base
pro Hydra Glow, farðagrunnur. La Base Paupiéres Pro 02, augnskuggagrunnur. Taint Miracle nr.
005, farði. Poudre Majeur, laust púður. Star Bronzer 03, matt sólarpúður. Hypnôse Doll Eyes
D08, augnskuggapallíetta. Artliner 24 hr. nr. 12, augnlínupenni. Grandiose, maskari. Le crayon
cecils nr. 010. Le Contour Pro 315, varablýantur. L’absolu Rouge 368, varalitur.
Sólarpúður er notað til þess að skyggja og
skerpa andlitið. Matt sólarpúður er borið á frá
enni og undir kinnbein og einnig undir kjálka-
línu.
Kristjana Guðný og Berglind Brá.
JÓLAFÖRÐUN
Einföld og klassísk jólaförðun
UM HÁTÍÐARNAR ER SKEMMTILEGT AÐ SKARTA SÍNU
FEGURSTA OG HENTAR KLASSÍSK, EINFÖLD OG ÞÆGILEG FÖRÐUN
SÉRSTAKLEGA VEL UM JÓLIN.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Til að byrja með er borinn farðagrunnur á
húðina sem gefur húðinni ljóma og augnskugga-
grunnur á augnlokin svo að augnskugginn hald-
ist betur. Síðan er borinn á farði með pensli
sem gefur jafna og fallega áferð.
Augnskugginn borinn á augun. Ljós litur er
borinn á allt augnlokið og á milli brúna til að fá
meiri dýpt á skygginguna. Dökkur litur er síðan
borinn á glóbuslínuna og blandað vel. Dekksti
liturinn er borinn undir neðri augnhárin til að
ramma inn augnlokin.
Augnlínupenni og maskari gefa augunum
skarpara yfirbragð.
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014
Tíska