Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 47
gagnvart þeim eru hrópandi. Stundum er talað um kynþáttahatur annars vegar og kynþáttafordóma hins vegar. „Fordómarnir“ fela í sér afsökunarkeim. Þeir dómar eru felldir í krafti þekkingarleysis og heimsku. Kynþáttahatararnir á nasistatímunum þóttust hafa vísindalegan grundvöll fyrir sínum trylling. Kynþátta- vísindi blómstruðu og háskóladeildir störfuðu undir hatti þeirra. Læknar á borð við níðinginn Mengele urðu alræmdir. En þessi ófögnuður átti ekkert erindi við vísindin. Stjórnmál, eins og þau leggjast lægst, hat- ur, heift og vitfirring fékk ekki dulist með skírskotun til vísinda, sem engin voru. Sama er að segja um kynþáttahatur á grundvelli lit- arhafts. Hörundsliturinn hefur ekkert með innræti manna, gáfur eða eðliseiginleika að gera. Þegar litið er til gyðinga, sem eru ekki fjölmennir í heiminum er bent á hversu margir afburðamenn á ólíkum sviðum koma úr þeirra röðum. Þeim lærðist á aldalöngum hrakn- ingum að menntun og þroskuðum hæfileikum næðu of- sækjendur síst af fólki á flótta. Gætu helstu kraftakallar hitlersillskunnar litið úr gröfum sínum kæmi þeim margt undarlega fyrir sjón- ir. Þeir ætluðu að ærast þegar blökkumaðurinn Jesse Owens sló í gegn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Á þeim árum þegar nasisminn virtist blómstra, sam- kvæmt óskeikulum kynþáttagreiningum var af- burðamaðurinn Owens undirmálsmaður. Blökkumenn hafa löngum skarað fram úr í mörgum greinum íþrótta. Og úr ómerktum gröfum sæju foringjar herra- þjóðarinnar að blökkumaður sæti í öndvegi banda- rískra stjórnmála. Gyðingar þættu skara fram úr víða. Kínverjar væru á mörkum þess að verða helsta efna- hagsveldi heimsins. Og Þýskaland hefði náð miklum áhrifum, virðingu og miklum fjárhagslegum styrk með því að feta hina þröngu braut lýðræðisins. Kannski færi það verst í hin gulnuðu bein að engum vísindamanni dytti í hug að kynþættir hefðu mest með þróun mann- kynsins að gera. Kynþáttakenningarnar hefðu reynst gervivísindi allra gervivísinda. Götótt umræða Kjánaleg hróp manna um rasisma án þess að ljóst sé hvað réttlætir meiðyrðin eru ekki til nokkurs gagns. Yfirborðs-kjag af því tagi og ógrundaðar ályktanir hafa þó ekki langtímaáhrif. Allt er sett í einn graut. Fæst stenst nokkra skoðun. Látið er eins og átrúnaður á Mú- hameð sé kynþáttabundinn. Heldur einhver að þeir milljarðar manna sem horfa til Jesú Krists sem hald- reipi í lífsins óvissu og við kaflaskil lífs og dauða séu af einum og sama kynþættinum? Fjöldi manna er til víða um lönd sem hatast út í blökkumenn eða lítur niður á þá. Slíkir einstaklingar koma ekki eingöngu úr röðum hvítra og flestir hvítir menn hafa óbeit á þess háttar fólki. Vissulega hafa blökkumenn í Bandaríkjunum, ef litið er á þá sem hóp, ekki náð jafnlangt í lífsgæðakapp- hlaupinu þar vestra og hvítir menn. Þeir hvítu höfðu mikið forskot og það bil minnkaði of seint. En blökku- menn í Bandaríkjunum hafa sem hópur náð miklu lengra en blökkumenn í Afríku. Kjör Obama Bandaríkin eru enn eina heimsveldið. Forseti Banda- ríkjanna er gjarnan sagður valdamesti maður í heimi. Barack Obama var kosinn forseti í góðri kosningu og endurkosinn fjórum árum síðar. Blökkumenn í Banda- ríkjum eru tæp 14% þjóðarinnar. Hvítir menn eru um 78%. Kosning Obama var söguleg og hefði raunar verið óhugsandi fyrir hálfri öld, svo dæmi sé tekið. En hún tekur af öll tvímæli um að húðlitur manna hefur ekki úrslitaþýðingu í bandarískum stjórnmálum. Það gerði Bandaríkjunum gott að kjósa blökkumann sem forseta. En þeir gerðu það ekki þess vegna. Það hafði mikið gengið á í Bandaríkjunum. Óvinsæl stríð og efnahags- leg áföll. Barack Obama var einn af vinstrisinnuðustu þingmönnum landsins. Haustið 2008 voru Bandaríkja- menn einfaldlega tilbúnir til að gefa þess háttar manni tækifæri. Ekki verður endilega sagt að Obama hafi sem stjórnmálamaður nýtt tækifæri sitt vel. En það hafði ekkert með það að gera að hann er blökkumaður. Byggt á hættulegum grillum Kynþáttahatur er í raun ekki lengur til nema sem hluti af kynþáttafordómum. Kynþáttahatur byggist ekki á staðreyndum eða upplýstri umræðu. Það breytir engu um þetta þótt fjöldi manna hafi sig enn í frammi undir fána kynþáttafordóma. Ríkisstjórnir landa sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum vilja reka þá gyðinga sem búa í Ísrael á haf út. Í opinberum þjóðhátíðarræðum eru áköll um að drepa skuli gyðingana. Slíkar öfgar á að fordæma og veitast gegn þeim af hörku. En það er jafnfráleitt að forðast óþægilega þjóðfélagsumræðu með aðkasti og hrópum og reyna að þagga hana niður með vísun til eigin fordóma og hefja rasistastimpil á loft. Umræðan um samskipti Ísraela og nágranna þeirra á svo sann- arlega rétt á sér. Með sama hætti og rétt er og skylt að ræða heiðarlega og öfgalaust hversu hratt ríki, stórt eða smátt, ætlar að taka á móti erlendum ríkisborg- urum og þá með hvaða skilyrðum. Öfgarnar felast í því að reyna að útiloka slíka umræðu. Umræðubannið var megineinkenni stjórnmálastefnu sem fáir vilja aðhyll- ast nú. Rússland og umheimurinn Á löngum blaðamannafundi fyrir skömmu leitaðist Pútín forseti við að flokka vandræði Rússlands undir eðlislæga þörf vestrænna ríkja til að vængstýfa Rússa svo þeir fengju ekki að njóta sín með sanngjörnum hætti. Að svo miklu leyti sem erfiðleikar Rússa eru til komnir vegna efnahagsþvingana annarra ríkja, kemst forsetinn ekki hjá því að líta í eigin barm, þótt evr- ópskir leiðtogar hafi vissulega haldið mjög illa á málum Úkraínu. En Rússland hefði auðveldlega getað staðið af sér veikburða efnahagsþvinganir. En þegar hrun olíuverðs bættist við fauk í flest skjól. Rússland hefur byggt upp fjölbreytt atvinnulíf í sínu gjöfula landi. Olían var þeim eins og Nokia var Finnum, svo myndin sé einfölduð. Pútín lætur eins og efnahagsþvinganirnar og olíu- verðslækkunin sé samræmt óvinabragð gegn Rússum. Það er fráleitt. Því miður, verður að segja. Hrun á olíuverði er hættumerki þegar horft er til heimsins alls. Margir fagna, þegar verð á eldsneyti lækkar. Það gleður bílaeigendur og auðveldar fátæk- um að halda á sér hita á köldum vetri. En olíuverðslækkunin er skammgóður vermir í þess- um skilningi sem öðrum. Hún er vísbending um það, að hjól heimsins spóli í eigin fari. Tekjur munu lækka í kjölfarið. Og það er varasamt að hlakka yfir því, hvern- ig lækkun olíuverðs er að leika Rússa. Undir lok sein- ustu aldar gátu Rússar ekki greitt afborganir af skuld- um sínum. Það var afleitt, en ekki til heimsvandræða. Fari svo nú, að Rússar geti ekki staðið við ríkisskuld- bindingar sínar horfir málið öðru vísi við. Efnahags- kerfið er miklu veikara nú, sérstaklega í Evrópu. Bankar víða í Evrópu ráða ekki við það standi Rússar ekki í skilum. Um miklar fjárhæðir er að tefla. Marg- földunaráhrifin geta orðið hröð. Evrukreppan síðasta gæti orðið sem barnaleikur hjá því sem þá gerist. Því er nær að reyna að ná til Rússa heldur en að hlakka yfir því að nú herðist snaran að hálsi þeirra. Fleirum gæti orðið erfitt um andardrátt Jóladraumurinn Aðventunni lýkur brátt og boðun hennar rætist. Jóla- lögin eru spiluð á öllum rásum og brátt fáum við að heyra sálmana fögru sem tengja okkur mörg góðum minningum og alúðlegu andrúmslofti. Jólin eiga að vera tími samheldni og samveru. Fjöl- skyldan er þá í fyrirrúmi. En fjölskyldan er stærri og „gjörvöll mannkind“ þarf að eiga kröfu til vonar og ljóss. Íslandsvinurinn Bing Crosby raular svo notalega eitt frægasta jólalag allra tíma, drauminn um hvít jól. Söngvarinn frægi á einhvern tíma að hafa sagt sem svo: „Ef við gerum ekki jólin að tilefni til að njóta sam- eiginlega þess, sem hefur fallið okkur í skaut, þá megn- ar ekki allur vetrarsnjórinn í Alaska að gera jólin okk- ar hvít.“ Morgunblaðið/Eggert *Með sama hætti og rétt er ogskylt að ræða heiðarlega ogöfgalaust hversu hratt ríki, stórt eða smátt, ætlar að taka á móti erlendum ríkisborgurum og þá með hvaða skilyrðum. Öfgarnar felast í því að reyna að útiloka slíka umræðu. 21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.