Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 48
Þ egar Hlédís Sveinsdóttir sá að stofa hennar, EON arkitektar, væri til- nefnd til verðlauna fyrir bygginga- arkitektúr hönnunartímaritsins Int- erior Design í flokknum söfn/gallerí ásamt 9/11 National Memorial-safninu á Ground Zero á Manhattan, minnisvarða um árásina hræðilegu 11. september 2001, gerði hún sér ekki miklar vonir um að fara með sigur af hólmi. 9/11 hlyti að vinna, bæði væri safnið stórfenglegt að allri gerð, auk þess sem það hefði gríðarlegt tilfinningalegt gildi fyrir bandarísku þjóðina. Það kom líka á daginn, 9/11 vann, og klappaði Hlédís arkitektunum lof í lófa ásamt tvö þúsund öðrum hátíðargestum í IAC-byggingu Franks Gehrys í New York fyrr í mánuðinum. En sagan var ekki öll sögð. Eftir að hafa lokið lofsorði á 9/11 tilkynnti kynnir kvöldsins að safn- ið deildi fyrstu verðlaunum með öðru safni – Heklusetri uppi á Íslandi. Sköpunarverki EON. Hún átti varla orð. „Þetta er mikill heiður og við erum virkilega hrærð yfir því að hafa verið sett við hliðina á 9/11-safninu. Það var mjög skemmtilegt jafnvægi í þessu. Þetta risastóra safn á Manhattan við hliðina á þessu litla þjóð- lega eldfjallasafni á Íslandi,“ segir Hlédís. Unnu líka í flokki stórra einbýlishúsa EON arkitektar létu ekki þar við sitja á hátíð- inni, stofan bar einnig sigur úr býtum í flokki stórra einbýlishúsa. Fyrir Hús formanna (House of Shapes) í Fagraþingi 5 við Elliðavatn. Húsið er í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þeim verðlaunum deildi EON ekki með öðrum. Interior Design-verðlaunin njóta mikillar virð- ingar í hönnunargeiranum. Keppnin hefur verið haldin níu sinnum og eru valin verk úr þúsundum verkefna sem skoðuð eru. Að þessu sinni voru verkefnin yfir tvö þúsund. Á hverju ári eru tilnefnd eða valin fjögur til fimm verkefni í úrslit í ýmsum flokkum hönnunar og bygginga, innanhúss og utan. Höfundar verðlaunaverkefna eru heiðraðir á verðlaunaafhendingu á Manhattan í byrjun des- ember á hverju ári. Verðlaunahafar eru í for- grunni á hátíðinni, verkefnin sérstaklega kynnt og fá heiðursumfjöllun í janúarhefti Interior De- sign og öðrum fjölmiðlum. Fjölgar í Frægðarhöllinni Samhliða ID-verðlaununum voru þrír arkitektar limaðir inn í Frægðarhöll arkitektúrsins, Hall of Fame. Til þess vegsauka var stofnað 1985 af Int- erior Design og hefur fjölgað árlega í hópnum síðan. Hall of Fame heiðrar þá arkitekta og hönnuði sem þykja framúrskarandi og hafa lagt sitt af mörkum til að efla hönnunar- og arki- tektageirann. Margir þekktustu arkitektar og hönnuðir samtímans hafa verið heiðraðir, svo sem Antonio Citterio, Clodagh, Thierry W. Des- pont, Frank Gehry, Albert Hadley, Andree Put- man, David Rockwell, Lauren Rottet, Philippe Starck og Robert A.M. Stern. EON arkitektar sendu Hús formanna og Heklusetur inn í keppnina fyrr á þessu ári að undirlagi ljósmyndarans Arts Grays, sem kom hingað í sumar til að taka myndir af Húsi for- manna og Heklusetri. „Hann hvatti okkur ein- dregið til að taka þátt í keppninni og það borgaði sig greinilega,“ segir Hlédís. Hún segir verðlaunin mikla hvatningu og hafa ótvíræða þýðingu fyrir EON arkitekta. Ísland sé afskekkt land og langt frá hringiðu arkitektúrs og hönnunar í heiminum. Þess vegna sé kær- komið að kastljósið beinist að íslenskum arki- tektúr með þessum hætti. Tvö þúsund manns sóttu viðburðina í tilefni verðlaunaveitingarinnar, athöfnina sjálfa og galamálsverð á Waldorf Astoria-hótelinu í framhaldinu, og allt fékk það fólk að kynnast verkum EON arkitekta. Hún segir fjölmarga hafa komið sérstaklega til þeirra í því skyni að óska þeim til hamingju og fræðast nánar um verkin en með henni ytra var Gunnar Árnason, framkvæmdastjóri EON. Dyr hafa opnast „Dyr hafa opnast. Það er alveg greinilegt. Við fundum að verkin okkar vöktu athygli á hátíð- inni, auk þess sem við vorum kynnt fyrir fjöl- mörgu fólki í faginu,“ segir Hlédís. „Stofan okk- ar er orðin þekktara nafn en hún var og búið að sýna fjölmörgu málsmetandi fólki í faginu verkin okkar. Nú er það bara undir okkur komið að vinna úr þessu.“ Hlédís segir þreifingar um samstarf þegar hafnar, bæði við arkitekta í Evrópu og Banda- ríkjunum. Of snemmt sé þó að segja til um hvað komi út úr því. „Við erum opin fyrir öllu.“ Hlédís lítur ekki síður á verðlaunin sem við- urkenningu fyrir Ísland en auk EON voru arki- tektahjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, sem starfa í Los Angeles, tilnefnd og hlutu verðlaun í flokknum „græn hús“, fyrir sumarhús á Íslandi. „Það segir manni að íslensk- ir arkitektar eru að gera góða hluti sem fyllir mann auðvitað stolti.“ Nokkuð er síðan EON arkitektar settu ljós- myndir af Húsi formanna inn á heimasíðu stof- unnar. Að sögn Hlédísar hafa viðbrögð verið töluverð, bæði jákvæð og neikvæð. „Það er greinilegt að margir hafa skoðun á þessu húsi, það hefur vakið umræðu og tilfinningar hjá fólki. Það er svo sem ekkert skrýtið þegar um svona óhefðbundið verk er að ræða.“ Spurð hvort hún taki neikvæðar athugasemdir nærri sér kveðst Hlédís hafa verið undir þær bú- in. „Það kallar oftar en ekki á viðbrögð þegar maður fer út fyrir rammann. Því verður maður að una. Ég fylgist auðvitað með umræðunni og reyni að læra af henni.“ Sér ekki eftir að hafa komið heim Hlédís útskrifaðist með meistaragráðu í arkitekt- úr árið 1993 frá University of California (UCLA). Hún flutti heim og stofnaði EON arki- tekta fyrir fimmtán árum eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum, Rússlandi og Sviss. „Ég sé ekki eftir að hafa komið heim, útgangspunkturinn er og verður að starfa hér. Það breytir ekki því að ég hef mikinn áhuga á því að fara í alþjóðlegt samstarf í framtíðinni og hef stefnt að því lengi. Það er bara spurning hvar þau verkefni verða, þau gætu alveg eins orðið hér heima eins og er- lendis.“ Hún segir mikilvægt fyrir arkitekta að víkka sjóndeildarhringinn og halda stöðugt áfram að ögra sér. „Ég er full af eldmóði! Það er svo margt spennandi í gangi í heiminum og tækninni í faginu hefur fleygt fram. Það sem var ómögu- legt í gær er hægt í dag, ekki síst fyrir atbeina þrívíddartækninnar sem gerir okkur kleift að stúdera verkefni með mun nákvæmari hætti en áður. Arkitektúr er allt önnur grein en hún var fyrir tíu til fimmtán árum. Sérstaklega hvað varðar stærri óhefðbundnari verkefni.“ Einstök náttúra Spurð hvað heilli hana mest við Ísland nefnir Hlédís fyrst náttúruna. Hún sé einstök. Það kemur glöggt fram í stefnuyfirlýsingu á heima- síðu stofunnar, eon.is: „EON arkitektar hafa sterkar rætur til ís- lensks þjóðfélags. Tenging við sérkenni og sögu þjóðarinnar er okkur mikilvæg. Einnig leggjum við áherslu á tengingu byggingalistar og um- hverfisþátta landsins. EON arkitektar standa fyrir sköpun góðra rýma og stefna að því að leggja sitt af mörkum til byggingalistar hér á landi. Markmið EON er að sameina nútíma arki- tektúr, umhverfisþætti með vísun í stílbrögð og sögu, í eina heild sem hentar og virkar í íslensku veðurfari og náttúru og passar inn í hið hraða Ég er full af eldmóði! EON ARKITEKTAR, STOFA HLÉDÍSAR SVEINSDÓTTUR, BAR SIGUR ÚR BÝTUM Í TVEIMUR FLOKKUM ÞEGAR HIÐ VIRTA HÖNNUNARTÍMARIT INTERIOR DESIGN ÚTHLUTAÐI VERÐLAUNUM FYRIR FRAMÚRSKARANDI VERK Á ÁRINU 2014 Í NEW YORK Á DÖGUNUM. ANNARS VEGAR SIGRAÐI EON Í FLOKKI STÆRRI EINBÝLISHÚSA, FYRIR HÚS FORMANNA VIÐ ELLIÐAVATN, SEM ER Í EIGU KÁRA STEFÁNSSONAR, OG HINS VEGAR Í FLOKKI SAFNA/GALLERÍA FYRIR HEKLUSET- UR. SÍÐARNEFNDU VERÐLAUNUNUM DEILDI EON MEÐ ARKITEKTUNUM SEM HÖNNUÐU 9/11-SAFNIÐ Á MANHATTAN. VERÐLAUNIN ERU VEITT FYRIR FULLBYGGÐ VERK EN EON SÁ UM HÖNNUN BYGGINGANNA, AÐ UTAN SEM INNAN, ÁSAMT LÓÐA- OG LANDSLAGSHÖNNUN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Stofan okkar er orðinþekktara nafn en hún varog búið að sýna fjölmörgu máls- metandi fólki í faginu verkin okkar. Nú er það bara undir okkur komið að vinna úr þessu. Arkitektúr 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Hlédís Sveinsdóttir (arkitekt MA) aðalhönnuður/arkitekt, innanhúss- hönnun, lóðar- og landslags- hönnun. Gunnar Árnason, verkefnisstjóri á byggingartíma, 2010-2014. Gunnar B Stefánsson (arkitekt BA), umsjón á fyrra byggingastigi. (2009 -2010). Verkkaupi: Kári Stefánsson. Verkfræðingar: Verkfræðiþjónustan /Jón Guðmundsson verkfræðingur (burðarþol). Efla (raflagnir). VSB (lagnir). Heklusetur Hlédís Sveinsdóttir (arkitekt MA), aðalhönnuður/arkitekt. Gunnar B Stefánsson (arkitekt BA). Verkkaupi: Sveinn R. Eyjólfsson og Auður S. Eydal. Verkfræðingar (burðarþol/lagnir/ raflagnir): Tækniþjónustan sf. /Vil- hjálmur Þorláksson verkfræðingur. Verktaki: ÍAV. Tæknilegur ráðgjafi vegna þróunar hraunklæðninga utanhúss: Flosi Ólafsson. Hús forma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.