Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 49
hátæknisamfélag sem við lifum í. Byggingar eiga að geta aðlagað sig breyttum kröfum framtíð- arinnar, án þess að missa sérkenni sín.“ Þar að auki tilgreinir Hlédís nándina. Hún sé óvíða meira en á Íslandi. „Hvar annars staðar í heiminum er hægt að taka upp símann og hringja beint í ráðherra í ríkisstjórn, jafnvel sjálfan forsætisráðherrann? Ég talaði um þetta í New York um daginn en ég held að enginn hafi trúað mér,“ segir hún hlæjandi. Bjart framundan hjá arkitektum Fáar stéttir fengu eins þungt högg í hruninu og arkitektar, menn beinlínis hættu að byggja. Núna, rúmum sex árum síðar, segir Hlédís stöð- una mun betri. Stórar hótelbyggingar vegi þar þyngst, þær hafi verið góð innspýting í fagið. Þá sé aftur að komast skriður á íbúðarhúsnæði. „Þetta gerðist mjög hratt. Einn daginn var verið að byggja úti um allt og næsta dag voru menn hættir að byggja. Fyrir vikið þurftu arki- tektar að taka u-beygju og sjá tækifærin í breyttum aðstæðum. Þannig er okkur kennt að hugsa og þarna reyndi svo sannarlega á það. Þetta hafa verið erfiðir tímar en landið er sem betur fer byrjað að rísa á ný.“ Hún segir menn hafa lært sitthvað á hruninu. „Það er ekkert launungarmál að sumir fóru fram úr sér fyrir hrun sem skilaði sér í byggingum sem voru ef til vill ekki nægilega góðar. Núna eru byggingarnar almennt betri og menn betur meðvitaðir um það sem skiptir máli, svo sem vistvæna þáttinn og sjálfbærni. Því ber að fagna enda ekki hægt að bíða með það lengur. Ég sé ekki annað en bjart sé framundan hjá íslenskum arkitektum.“ Morgunblaðið/Eggert Hlédís Sveinsdóttir segir verðlaunin hafa mikla þýð- ingu fyrir EON arkitekta og íslenska arkitekta almennt. Hlédís ásamt Patrick Tighe arkitekt og Art Gray ljósmyndara í hátíðarveislunni. Gunnar Árnason og Hlédís Sveinsdóttir með verðlaun sín. Marta Elena Vassilakis ljósmyndari, Jeff Alsass, Art Gray ljósmyndari, Hlédís Sveinsdóttir arkitekt og Gunnar Árnason framkvæmdastjóri EON arkitekta. 21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.