Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 50
Ljósmynd/Art Gray Hús formanna (House of Shapes) er um það bil 700fm einbýlishús við Elliðavatn í Kópavogi. Það er byggt fyrir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og fjölskyldu hans. Að sögn Hlédísar á húsið að vera heimili og griðastaður en um leið vettvangur vinnu, fræða- starfs og þjóna vegna móttöku gesta. Þannig skiptist húsið í tvo byggingarhluta, annan hlutann hefur fjölskyldan alveg út af fyrir sig en hinn gegnir fjölþættara hlutverki, eins og að rúma veislur og móttökur. Byggingarhlutar eru að- skildir og tengjast með brú. „Byggingin er óður til framtíðar, vísinda og uppgötvana. Form byggingarinnar eru óhefðbundin en samanstanda af grunnformunum, uppruna allra forma, allrar sköpunar, það er að segja hring, sem táknar andann, þríhyrning, sem táknar sálina og ferhyrning, sem táknar líkamann. Þetta kemur skýrt fram í grunnmynd og sniðmyndum. Samruni þessara forma er tákn sköpunarinnar,“ segir Hlédís. Húsið er steinsteypt, bæði beinir veggir og bognir, lá- rétt og lóðrétt. Lóðréttir steyptir bogar eru sjónsteypa innan í húsinu, þar sem þáttur verkfræðinga og verktaka fær að njóta sín á völdum stöðum. Efnistök virka flókin en eru í raun einföld, að sögn Hlédísar. Gegnumgangandi inni jafnt sem úti er steypa, sýnileg og/eða pökkuð inn í tít- aníumskel til að verjast vatni og veðrum. Þá er notuð steypt flís inni og úti, á þeim hlutum sem skera sig úr að- alformum byggingarinnar. Flísin er unnin eftir hönnun graf- fitílistamanninum Banksi og í ákveðinni birtu koma verk hans fram, þá sérstaklega í baðherbergjum inni í húsinu. Engin niðurföll eða rennur eru á húsinu, en rigning- arvatn rennur eftir títaníumklæddum bogum og er beint niður, til dæmis á stofueiningunni, þar sem vatnið rennur í slæðu (fossi) milli glugga og niður í tjörn sem umlykur hringherbergi sem er hjartað í húsinu. Hlédís kveðst hafa verið mjög spennt að sjá hvernig þetta virkaði og í fyrstu rigningu brunaði hún með hjartslátt upp eftir. Og viti menn, allt virkaði eins og til var ætlast. Alltaf ánægjulegt þegar form og praktík fara saman. Hús Formanna mun vera eina byggingin á Íslandi sem klædd er títaníum en leitað var til sama framleiðanda og útvegaði Guggenheim-safninu í Bilbao títaníumklæðn- inguna frægu. Hlédís skilgreinir húsið sem skúlptúr sem leggst inn í landslagið sem aftur lagar sig að húsinu. „Það er ut- anaðkomandi hlutur sem settur er niður og aðskilur sig sjónrænt frá landslaginu. Hönnunin tekur á hinn bóginn mið af veðri og vindum, húsið myndar skjól fyrir veð- uráttum, er lokað fyrir umferð og götu, en opnar sig í átt að vatninu og útsýninu,“ segir hún. Hlédís segir verkefnið hafa tekið miklum breytingum á sköpunarferlinu, bæði innanhúss og utan. Öryggið hafi ein- kennt það í upphafi en síðan hafi verið farið út fyrir þæg- indarammann og brotist út úr hinu hefðbundna. Hönn- unin var unnin í nánu samstarfi við verkkaupa sem Hlédís segir hafa verið einstakan. „Hann var hvergi banginn við að fara út fyrir hefðbundin mörk og færði okkur bæði trú og þor.“ HÚS FORMANNA Óður til framtíðar Arkitektúr 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.