Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 53
að horfa á enska boltann. Eitthvað var
öðruvísi en venjulega og eftir smá umhugs-
un áttaði ég mig á því hvað það var: Beggi
var ekki að reykja. Bindindið entist fram
yfir hálfleik, þá sprakk Beggi og bað Bald-
vin Jónsson um sígarettu.“
Garðar rifjar upp að Bergur hafi ein-
hverju sinni verið stöðvaður af næsta bíl í
Ártúnsbrekkunni. „Það bullsauð á bílnum
en Beggi tók ekki eftir því af því hann
reykti svo mikið inni í bílnum.“
Annars áttu Bergur og bílar víst af-
skaplega illa saman. Þeir rifja upp söguna
af því þegar Bergur ætlaði með fjölskyld-
una í sunnudagsbíltúr upp í Bláfjöll. „Það
fór ekki vel,“ segir Garðar. „Hann festi bíl-
inn á sumardekkjunum og það endaði með
því að brjálaðir bílstjórar í röðinni á eftir
honum tóku sig til og færðu bílinn út í
kant. Beggi sat eftir með sárt ennið, í sum-
arfrakka og á blankskóm.“
Dátt er hlegið.
Þess má geta að elsti sonur Bergs, Guðni
Bergsson, erfði sæti hans við borðið og
lætur reglulega sjá sig.
Einn á móti öllum
„En hættum nú að tala um látna félaga
sem ekki geta varið sig,“ segir Halldór.
„Ég skal segja ykkur góða sögu af honum
Harry hérna.“
Kliður fer um borðið.
„Einu sinni hélt hann því fram að rauð-
hærðir handknattsleiksmenn gætu aldrei
verið góðir.“
Nú?
„Fyrirgefðu að ég gríp fram í fyrir þér
en allar sögur þarfnast útskýringa,“ segir
Karl Harry.
„Örugglega, þá útskýrir þú þetta bara á
eftir,“ heldur Halldór áfram. „Ekki nóg
með það. Hann hélt því líka fram að svart-
ir knattspyrnumenn gætu aldrei verið góðir.
Þetta var algjör sprengja inn í hópinn og
menn tíndu til Pelé, Eusébio, Garrincha og
fleiri snillinga. Þetta var sumsé hrakið
hressilega en niðurstaðan varð sú að rauð-
hærðir svertingjar væru vonlausir í báðum
greinum.“
Karl Harry glottir.
Síðan kemur hann með sínar skýringar.
„Allar sögur breytast með árunum. Það er
tóm þvæla að ég hafi talað um handbolta í
þessu sambandi.“
Annars er Karli Harry hvergi brugðið.
„Hér hef ég alltaf verið einn á móti öllum,“
upplýsir hann. „Ég er til dæmis eini krat-
inn í hópnum. Hinir eru allir sjálfstæð-
ismenn. Í mesta lagi einn og einn laumuk-
rati. Það er nóg að ég taki til máls þá
verður allt vitlaust.“
Af þessum sökum fór hann einhverju
sinni í þagnarbindindi en þá fór allt úr
skorðum líka. Þögnin fór víst sérstaklega
illa í Hermann sem hélt því fram að settur
hefði verið tappi í Karl Harry. Var hann
uppnefndur „Tappinn“ lengi á eftir.
Er hann ekki svartur?
Nú bætist Sigurður Haraldsson í hópinn
ásamt gesti sem hinir bera ekki kennsl á.
„Þetta er tengdó,“ segir Sigurður.
„Tengdó,“ étur Halldór upp eftir honum.
„Er hann ekki svartur?“
Nú frussa menn hreinlega úr hlátri.
Aumingja tengdó, sem heitir Björn Björns-
son, veit ekki hvaðan á hann stendur veðr-
ið. Kríthvítur maðurinn.
Í ljós kemur að maðurinn er „tengdó“ í
þeim skilningi að börn þeirra Sigurðar eru
par.
Eins og afreksmanna er siður fóru marg-
ir úr hópnum að spila golf eftir að keppn-
isskórnir voru komnir á hilluna. Fór þetta
sérstaklega illa í Pétur og Garðar sem hót-
uðu að hætta að mæta á Grjónapunga-
fundum vegna stífra umræðna um þá
íþrótt. Nú eru þeir víst allra manna for-
fallnastir sjálfir.
„Ég þekki engan sem hefur eytt jafn-
miklu í að ná árangri í golfi og Pétur,“
segir Hörður. „Hann hefur gengið tugþús-
undir kílómetra og flutt inn að minnsta
kosti tvo þjálfara frá útlöndum. Á bak við
þetta eru margar milljónir.“
„Í dollurum talið,“ bætir Ólafur við.
Einhverju sinni var hópur Grjónapunga
að leita að golfboltanum hans Péturs og
Gunnar kallaði: „Hvernig bolta varstu
með?“
Pétur svaraði að bragði: „Hvítan!“
Pétur lætur sér þetta grín á sinn kostnað
í léttu rúmi liggja og gengst við eftirfar-
andi: „Ég geri mér fulla grein fyrir því að
ég verð aldrei bestur í golfi – en ég gæti
alveg orðið flottastur.“
Greifinn á Græna teppinu
Talandi um flottheit þá er flottasti mað-
urinn í hópnum að allra dómi, Þorsteinn Sí-
vertsen, fjarri góðu gamni. Býr á Kan-
aríeyjum yfir vetrartímann. „Skossi er
svona Belmondo-týpa,“ upplýsir Ólafur.
„Orðinn 72 ára en lítur ekki út fyrir að
vera deginum eldri en sextugur.“
Þeir segja orðið séntilmaður eiga ákaf-
lega vel við um Þorstein. „Skossi er alltaf
vel til hafður, auk þess sem hann er af-
skaplega kurteis maður að upplagi og
nægjusamur. Lítil hvítvín dugar honum
auðveldlega í þrjár helgar,“ segir Hörður.
Þorsteinn nýtur að vonum kvenhylli og
Gunnar segir hann vera með pikköpplín-
urnar á hreinu. „Fyrirgefðu gæskan, er ég
ofarlega á danslistanum hjá þér?“
Fram kemur að Þorsteinn sé að vinna í
því að setja upp hádegishringborð á Kan-
arí, einskonar útibú frá FÍGP. Gælunafn
kappans, „Greifinn á Græna teppinu“ vekur
forvitni en fátt er um svör við borðið.
„Segðu bara að Græna teppið sé heilsubót-
arstaður,“ segir Ólafur og dregur augað í
pung.
Hefur prófað allar greinar
Hafi Gunnar gestgjafi haldið að hann væri
sloppinn er öðru nær. „Íþróttaálfurinn okk-
ar,“ segir Halldór og slær á öxlina á Gunn-
ari. „Enginn okkar á fleiri medalíur.“
„Að vísu hefur hann keypt þær flestar,“
bætir Pétur við.
Karl Harry segir enga íþróttagrein til
sem Gunnar hafi ekki prófað. Hann sé til
dæmis heimsmeistari í badminton uppi á
jökli. Þá sé hann líklega eini Íslendingurinn
sem hafi sigrað Pétur Guðmundsson, fyrr-
verandi NBA-leikmann, í körfubolta, maður
á móti manni.
„Hvað voruð þið gamlir þá, Gunni?“ spyr
Hörður. „Þriggja ára?“
Halldór upplýsir að Bergur og Hermann
hafi stöðugt verið að gera lítið úr íþrótta-
afrekum Gunnars en eftir að þeir féllu frá
hafi hann blómstrað og notið sannmælis.
„Já, einfaldlega vegna þess að ég hef
loksins komist að,“ segir Gunnar.
Menn hristast úr hlátri.
Talið berst að kvennamálum Gunnars
sem er einhleypur. Sitthvað látið flakka
sem líklega á lítið erindi við lesendur
Morgunblaðsins!
Í ljós kemur að Gunnar er að viðra hund
fyrir konu um þessar mundir, einu sinni í
viku.
„Er hún einhleyp?“ spyr Hörður.
„Nei,“ svarar Gunnar.
„En hundurinn er alla vega einhleypur!“
segir Hörður.
Það er bara stungið
Halldór grípur þetta á lofti. „Já, það eru
menn í þessum hópi sem segja að ganga
eigi hratt og vasklega til verka í kvenna-
málum.“
„Eins og þið heyrið þurfa menn að vera
með breitt bak í þessum hópi,“ segir Karl
Harry. „Hér hikar ekki nokkur maður. Það
er bara stungið.“
Þeir eru sammála um að Bergur og Her-
mann hafi verið sérstaklega aðgangsharðir,
þegar sá gállinn var á þeim. „Beggi lét
ekki liggja í láginni,“ segir Karl Harry og
Hörður bætir við að Hermann hafi snemma
komið sér upp skotheldu kerfi: Sókn er
besta vörnin! „Fyrir vikið hafði hann orðið
70% af tímanum og kom þannig í veg fyrir
að aðrir kæmust að til að skjóta á hann.“
Ekki svo að skilja að menn langaði endi-
lega að gera það. „Menn vissu að það voru
margir snöggir blettir á Hermanni og virtu
það,“ segir Halldór og bætir við glottandi:
„Svona yfirleitt.“
Komdu þér í form, karlinn!
Skyndilega er Garðar horfinn. „Ætli hann
hafi ekki farið í ræktina,“ segir Halldór.
„Hann er að slá sér upp með konu sem
sagði beint út við hann: Ætlir þú að vera
með mér, karlinn, skaltu koma þér í form!“
Enn er hlegið.
Þrátt fyrir allt fullyrðir Karl Harry að
Félag íslenskra grjónapunga hafi að geyma
kurteisustu og tillitssömustu menn í heimi.
Beðinn að rökstyðja það svarar hann:
„Jú, sjáðu til. Við getum hlustað á sömu
söguna á hverjum degi og alltaf látið eins
og við séum að heyra hana í fyrsta sinn!“
Með tilheyrandi hlátrasköllum ...
Ólafur H. Jónsson, Pétur Guðmundsson og Hörður Hilmarsson hlæja sig máttlausa. Ætli þeir hafi heyrt söguna fyrr?
„Er hann ekki svartur?“ var Sigurður Haraldsson spurður um „tengdó“, Björn Björnsson. „Sjáðu til, það þarf að útskýra allar sögur,“ segir Karl Harry Sigurðsson.
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53