Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014
Menning
A
llt breytist. Einnig
Vesturbærinn.
Einnig við sem
hverfum með bænum
okkar inn í hvítt
mistur tímans sem á eftir að leys-
ast uppí minningum þeirra sem á
eftir okkur koma.
Þannig hefst ný skáldsaga Matt-
híasar Johannessen, Sögur úr Vest-
urbænum. Í ljóðrænni og hrífandi
frásögninni hefur ungur drengur
orðið og fjallar um heiminn sem
hann ólst upp í fyrir miðja síðustu
öld. Þegar ég hitti Matthías að máli
á Mímisbar Hótels Sögu, þar sem
honum finnst gott að hitta fólk því
staðurinn minnir hann á útlönd,
spyr ég: hver er þessi drengur sem
segir frá?
„Þessi drengur er fæddur og al-
inn upp í Reykjavík. Umhverfi hans
er Vesturbær Reykjavíkur og sag-
an byrjar milli kreppunnar og síð-
ari heimsstyrjaldar. Hann er
svampur sem sogar í sig allt mögu-
legt úr umhverfinu,“ segir Matt-
hías.
„Ég veit hvers vegna þú spyrð
að þessu – þú heldur að þetta sé ég
en að sjálfsögðu er þetta ekki bara
ég. Við getum tekið líkingu: Ef ég
byggi timburhús, þá hegg ég skóg
og nota í það tré. En það er ekki
þar með sagt að þetta hús verði
tré, eða skógur; þetta hús verður
timburhús. Þannig upplifir þessi
drengur umhverfi sitt sem timbur-
hús en ekki sem gamlan raunveru-
leika skógarins. Allt í kringum
hann verður að skáldskap, skáld-
skap sem á rætur í veruleika, því
öll bókin er einskonar ritstýrð
sagnfræði – hún er ekki veruleikinn
sjálfur heldur sá skáldskapur sem
þessi drengur vinnur úr og segir
frá sem fréttir úr umhverfi sínu.“
Matthías þagnar en bætir svo við
að vitaskuld sé hann sjálfur þarna
á næstu grösum. „Höfundar eru
það alltaf. Sama hvað þeir segja.“
Óbyggður Vesturbærinn
Margar persónur koma við sögu,
fjölskylda drengsins sem og raun-
verulegt fólk úr sögunni eins og
Ásmundur Sveinsson og Stefán frá
Möðrudal, sagt er frá sumarævin-
týrum unglings á fraktskipi og á
bresku býli, frá dátum og skáldum.
Þá eru athafnamennirnir Björn og
Jósep sínálægir í sögunni sem hyll-
ir þennan hluta borgarinnar,
Vesturbæinn.
„Já, þetta er mitt svæði,“ segir
Matthías. „Rótin er í Vesturbæ
Reykjavíkur. Ég þekki þennan bæ
mjög vel og hef alist upp með hon-
um. Eða kannski hefur hann alist
upp með mér … Fyrir mér er hann
einhverskonar skáldskapur úr
reynslu þessa drengs.
Vesturbærinn hefur komið víðar
fyrir í mínum ljóðum og sögum, til
dæmis í ljóðabókunum Dagur ei
meir og Morgunn í maí, þær eru
sprottnar úr þessu umhverfi. Líka
skáldsögurnar Hann nærist á góð-
um minningum og Vatnaskil. Þetta
umhverfi skáldskaparins er vissu-
lega mitt umhverfi hér í Vesturbæ
Reykjavíkur. Það er svo margt og
mikið sem gamla Reykjavík hefur
upp á að bjóða og ég hef ekki séð
mikið af skáldskap um hana. Mér
finnst til dæmis alltof lítið gert í
dag úr gömlum höfundum á borð
við Einar H. Kvaran, sem skrifaði
Reykjavíkursögur, og manni eins
og Jóni Trausta sem skrifaði að
mínu mati heimsbókmenntir á sín-
um tíma úr ýmsum efnivið og þá
ekki síst úr Skaftáreldum.“
– Lesandinn finnur vel að höf-
undurinn nýtur þess að skrifa text-
ann, að fara í þetta ferðalag sem
liggur aftur í tíma bernskunnar.
„Já. Það er eitthvert ljóðskáld í
þessu og ég hef reynt að vanda
prósann,“ svarar Matthías.
„Ég man eftir Reykjavík þegar
maður kom upp að Landakoti og
horfði vestur yfir það sem voru
græn heimatún og einhverskonar
bæir. Allur Vesturbærinn var þá í
raun og veru óbyggður. Ég var
fæddur á Ásvallagötu 10 og bý enn
á þessu svæði. En sleit barns-
skónum við Austurvöll þar sem
amma mín átti Kirkjustræti 10. Því
húsi hefur nú verið breytt í skrif-
stofur fyrir Alþingi og þar eru eng-
in ummerki um þá tíma.“
Gott kompaní fyrir mig
Eins og Matthías segir þá hefst
sagan á fjórða áratug liðinnar ald-
ar.
„Þá var mikið að gerast í lífinu,“
segir hann. „Veröldin í sögunni er
eins og líf drengsins sjálfs, hún á
sínar góðu jákvæðu hliðar og jafn-
framt þær dekkri. Við þessar tvær
veraldir er þessi drengur að berj-
ast. Hann er eiginlega barn tveggja
veralda. Sem er að sjálfsögðu erfitt.
En hann býr til allar persónurnar
sjálfur, segir til um hvernig hann
vill segja söguna og persónurnar
sem vaxa inn í þessa veröld hans
eru búnar til úr ýmsu fólki sem
hann hefur kynnst. En að mestu
eru þetta persónur sem heyra und-
ir skáldskap hans sjálfs en ekki
endilega veröldina eins og hún er.“
Matthías vefur frásögnina á at-
hyglisverðan hátt; heimur drengs-
ins er í forgrunni, þá sögur um
Björn og Jósep, hann veltir fyrir
sér heimspeki, fagurfræði og skáld-
skap og birtir ennfremur ljóð í
mörgum kaflanna.
„Rétt eins og í Íslendingasög-
unum,“ segir hann um ljóðin. „Sá
sem ekki skilur það að Íslend-
ingasögurnar eru byggðar upp með
ljóðum er ekki vel að sér í þeim.
Þetta er arfur sem mér finnst gríð-
arlega interessant að varðveita, því
það veldur því að ljóðskáldin reyna
að skrifa sögur ekki síður en prósa-
höfundarnir.“
Og Matthías segir, þegar hann er
spurður, að hann hafi verið lengi
með þessa bók í smíðum.
„Ég lauk við söguna í Edinborg
þegar ég heimsótti Ingólf son minn
en hann býr þar. Þá tók ég hand-
ritið með mér og snarbreytti lok-
unum. Þau eru núna eins og ég vil
hafa þau.
Ég var hættur að vera á mark-
aðinum, var orðinn hálfþreyttur á
honum en ákvað að vera á netinu.
Ég hef látið vini mína á Skólavefn-
um fá handritin mín. En Bjarni
Harðarson útgefandi komst í þetta
handrit áður en það fór út á netið
og óskaði eftir því að fá að gefa það
út. Mér fannst það heillandi æv-
intýri að einhver óskaði eftir ein-
hverju sem ég gerði, svo ég sagði
við Bjana að hann mætti hafa það
eins og hann vildi. Þeir á Skóla-
vefnum voru líka ánægðir með það
enda eru hugsjónamenn þarna á
ferð. Og gott kompaní fyrir mig.“
Ljóðlist eins og fuglar á tré
– Ég undraðist löngum hvernig þú
fórst að því í annasömu starfi á
Morgunblaðinu að ná alltaf að
halda áfram að skrifa samtímis þín-
ar persónulegu bækur. Nærð þú nú
annarskonar einbeitingu við skrift-
ir?
„Já, þetta gefur breyst. Meðan
ég var blaðamaður hafði ég mjög
góða ritara sem aðstoðuðu mig við
skáldskapinn. Ég er þakklátur
þeim konum sem hafa verið ritarar
mínir á Morgunblaðinu. Þær styttu
mér leið. Og gerðu mér kleift að
vinna tvöfalt starf.
Við nefndum Íslendingasögurnar
áðan og ég er þeirrar skoðunar að
þær hafi orðið til vegna ritaranna
ekki síður en höfundanna!
Frá 2001 hef ég unnið allar mín-
ar bækur sjálfur, frá byrjun til
enda. Nú get ég ekki skrifað eins
mörg handrit og í gamla daga, því
þá var auðvelt að láta leiðrétta þau.
Nú verð ég að skila færri upp-
köstum og einbeita mér að vélrit-
uninni ekki síður en hugsuninni.
Það eru meiri átök.
Það er hægt að vinna prósa á
þennan hátt en ekki ljóðlist. Ljóð-
listin kemur eins og fuglar á tré og
það þarf að vinna hana til hlítar en
prósi kemur með allt öðrum hætti.
Ég hef alltaf skrifað uppkast að
því sem ég hef skrifað, einnig sam-
tölum í Morgunblaðið. Þá skrifaði
ég stundum tvö eða þrjú uppköst
þar til ég var orðinn ánægður. Það
hafa verið sömu vinnubrögð með
skáldsögurnar og ljóðin, ég hef
margskrifað þetta – en það var
vissulega auðveldara þegar ég hafði
ritara, en nú er ég sjálfur að stússa
í þessu, gamall maður með gamla
putta,“ segir hann og brosir.
Hernámsárin uppeldistæki
– Saknar þú þessa tíma sem þú
segir frá í bókinni?
„Bæði og. Hann er mjög langt
frá okkur.
Kjarval sagði einu sinni að með
sínum aðferðum væru kaþólikkar
að búa til fullorðið fólk úr börnum í
fermingunni. Ég segi eiginlega það
sama. Þetta umhverfi mitt á þess-
um árum var tilraun til að búa til
fólk úr ungmennum. Þetta er part-
ur af mér og ég get ekki skilið
hann frá mér.
Sérstaklega hernámsárin. Þau
voru gríðarlega áhrifamikið uppeld-
istæki. Einn góðan veðurdag urðu
menn alheimsborgarar og sauð-
skinnsskórnir voru úr sögunni.
Fram að því var lífið framhald af
öldunum á undan. En þarna varð
bylting.“
– Bylting sem hlýtur að hafa ver-
ið afar merkilegt að upplifa, eins og
vel má finna í sögunni.
„Já, bylting sem hjálpaði manni
að vaxa inn í nútímann. Ég verð að
viðurkenna það, þó ég hafi aldrei
verið byltingarsinnaður …“ Matt-
hías glottir og bætir við:
„En arfleifðin, sem er okkar
heimsmenning, lifði af. Ef við glöt-
um henni, úr því sem komið er, þá
verðum við óþjóð en ekki þjóð.“
NÝRRI SKÁLDSÖGU MATTHÍASAR JOHANNESSEN, SÖGUR ÚR VESTURBÆNUM, ER LÝST SEM SKÁLDSKAP Í ÞOKU MINNINGA
Skáldskapur úr reynslu drengs
„ÉG ÞEKKI ÞENNAN BÆ MJÖG VEL OG HEF ALIST UPP MEÐ HONUM,“ SEGIR MATTHÍAS JOHANNESSEN UM SÖGUSVIÐ NÝRRAR BÓKAR SINNAR,
SÖGUR ÚR VESTURBÆNUM. „ÞAÐ ER SVO MARGT OG MIKIÐ SEM GAMLA REYKJAVÍK HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA.“
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Ég hef margskrifað þetta – en það var vissulega auðveldara þegar ég hafði ritara, en nú er ég sjálfur að stússa í þessu,
gamall maður með gamla putta,“ segir Matthías Johannessen brosandi um ritun bóka sinna.
Morgunblaðið/Kristinn
* En arfleifðin,sem er okkarheimsmenning, lifði
af. Ef við glötum
henni, úr því sem
komið er, þá verð-
um við óþjóð en
ekki þjóð.