Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 64
SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2014 Jólem bar sigur úr býtum í Jóla- lagakeppni Rásar 2, sem lauk á föstudaginn, með lagi sínu Vetr- arljósið. Keppnin í ár var ein- staklega vegleg og bárust alls 80 lög. Tíu þeirra voru valin í úrslit og kepptu þau um hylli dómnefnd- ar og hlustenda en Vetrarljósið stóð að lokum uppi sem sig- urlagið. Jólem er eflaust betur þekktur á öðrum árstímum sem Toggi No- lem en heitir réttu nafni Þorgils Gíslason. Hann hefur áður vakið athygli sem meðlimur í hip hop- sveitinni Skyttunum frá Akureyri og átti hann einnig eitt vinsælasta lag Rásar 2 á síðasta ári, Aheyb- aró, ásamt félaga sínum Kött Grá Pjé. Í verðlaun fyrir sigurlagið í Jólalagakeppni Rásar 2 hlýtur Toggi 100.000 króna gjafabréf frá Tónastöðinni, 100.000 króna gjafa- bréf frá Svefni og heilsu og átta rétta veislu fyrir sex á Sjávar- grillinu. SPENNANDI KEPPNI LOKIÐ Vetrarljósið Jólalag Rásar 2 Menn bregða sér að sjálfsögðu í betri fötin fyrir viðburð eins og Jólalagakeppni Rásar 2. Jólem ásamt félaga sínum Kött Grá Pjé, þeir gera út frá Akureyri. „Vart er hægt að hugsa sér skemmtilegra myndefni en ein- mitt börn – en það krefst líka mikillar þolinmæði hjá ljósmynd- aranum,“ sagði í frétt Morg- unblaðsins á aðfangadag fyrir fimmtíu árum. Blaðamaður, sem ekki lætur nafns síns getið, og Ólafur K. Magnússon ljósmyndari höfðu brugðið sér í heimsókn á Vöggu- stofu Thorvaldsensfélagsins á Þorláksmessu og gat að líta af- raksturinn á baksíðu blaðsins og í myndaþætti á blaðsíðu 3. „Sum barnanna litu ljósmyndavélina heldur óhýru auga og fóru að skæla, þegar þau sáu blossann frá vélinni. Þá hlupu þau í fangið á næstu fóstru,“ segir í fréttinni. „Önnur voru áræðnari, eins og t.d. hann Palli, vinur okkar, sem tók á móti Ólafi ljósmyndara opnum örmum og vildi endilega fá að stela skóreimum hans.“ Blaðamaður sá ekki annað en ungviðið væri komið í jólaskap og taldi líklegt að stórt jólatré, sem blasti við allra augum, ætti sinn þátt í því. Á vöggustofunni dvöldust ungbörn allt að þriggja ára aldri en þar voru rúm fyrir 32 börn. 16 stúlkur litu eftir börnunum og unnu þrískiptar vaktir. GAMLA FRÉTTIN Í jóla- skapi Þessir tápmiklu piltar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins rétt fyrir jólin 1964. Hvergi bangnir. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Dominic Chianese kvikmyndaleikari Þröstur Ólafsson hagfræðingur Woody Allen kvikmyndaleikstjóri engin ranga bara rétta . . . Tvöfalt prjón Peysur • sokkar • vettlingar • treflar • húfur hólkar • sjöl • teppi • og fleira salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík 47 fjölbreyttar uppskriftir að fallegum slaufum Fyrsta prentun uppseld Önnur prentun komin í verslanir Slaufa er ekki bara slaufa ...

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.