Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 17
Stóð upp og stóð ofurlitla stund, lagðist upp í rúmið, setti hönd undir hnakka og krosslagði fætur og lokaði augunum. Það var þá sem ég fann að herbergið allt var undirlagt mjóslegnum og eymdarlegum tóni sem barst utan af götunni, boraði sér gegnum ys strætisins og inn í herbergið þar sem hann sleikti borð, stól, rúm, veggi og mig. Næstu daga stóð ég oft á svölunum og horfði á fólkið streyma eftir götunni því mannhafið var yndi mitt, ég hvarf inn í það fullur lotn- ingar og auðmýktar yfir eigin smæð — ég horfði yfir það og fann til mín og míns sérleiks og fór svo að þrá vornæturfriðinn og varð síðan svo glaður yfír því að finna í hjarta mér þessa þrá eftir minni Þórsmörk og þar með líf í tilveru minni. * * * Á þessum svölum var ég reyndar ekki nema kannski fimm mínútur í senn því dögum mínum varði ég annars staðar en í þessu hótelher- bergi — en augun staðnæmdust ævinlega við fiðlarann á horninu. Á annatíma leið manngrúinn framhjá honum, á kvöldin skeiðaði fólkið hratt burt frá honum. Enginn leit til hans, nokkru sinni, ég sá aldrei neinn víkja að honum smáaurum. Það heyrði hann enginn, tónn hans virtist ekki berast neitt nema upp til mín. Samt var alltaf mannsöfnuður í kringum hann. f búðarglugga næsta húss voru tíu sjónvörp sem sýndu jafnmörg rokkmyndbönd og flestir staðnæmdust þar til að horfa, sumir stóðu langtímum saman og störðu heillaðir. Þessi rokkmyndbönd voru þögul, tónlistarskreytingin hafði orðið viðskila við tónlist sína og tilefni og öðlast sjálfstætt líf. Fiðlarinn á horninu lék þá einu tónlist sem þarna heyrðist en enginn heyrði í honum því að allir þekktu lögin sem rokkfólkið var að bæra varirnar eftir og það voru þau sem ómuðu inni í hausunum á áhorfendunum sem voru einmitt ekki áheyrendur heldur áhorfendur. Ég ímyndaði mér að ég væri eini maðurinn í allri borginni sem heyrði í fiðlaranum á horninu vegna þess að tónn hans hafði smogið inn um glugga mína og snert öll mín þil, loddi við allt og vildi ekki víkja hversu sem ég þráði. Og sem ég bjó þarna lengur því oftar seiddi litli fiðluleikarinn mig út á svalir þar sem ég stóð og hélt mig vera að horfa í iðuköst borgarstraumsins en uppgötvaði æ oftar að ég mændi ofan í blátt flauel fiðlukassans. Ég fór að velta því fyrir mér á hverju TMM 1994:1 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.