Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 20
brýnnar í einbeitingarhrukku meðan kræklóttir fingurnir héldu fum- andi áfram í einhverja átt og boginn skoppaði ráðvilltur á strengjunum í undarlegu ferðalagi út úr tónverkinu og inn í það aftur og allt í kringum það; og þannig spilaði hann af vissum myndugleik, ákveðið og festulega og skerandi falskt eins og maður sem skeiðar áfram rammvilltur og rósamur í katakombu — uns honum tókst með einhverjum furðuleg- um hætti að finna leiðina á ný inn í hugsun Bach og tónninn varð mjósleginn og vælulegur því boginn var aftur farinn að meiða strengina varlega og hikandi. Hann hélt alltaf áfram, á hverju sem gekk. Hann hélt bara áfram. Mér finnst ég hafa skynjað tónlist Jóhanns Sebastians Bach betur en nokkru sinni við að heyra þessa fáránlegu glímu hins gersamlega óhæfa manns til að takast á við snilldina. Ég veit ekki hvers vegna. Það má kannski líkja leik hans við það þegar lítil fiðlubörn eru að spila, en það vita þeir sem í hafa komist að fátt reynir meira á ást og þolgæði aðstandenda en að hlusta á börn sarga fiðlur. Munurinn var auðvitað sá að þegar við hlustum á börnin vitum við að þetta er kímið, við getum jafnvel heillast af því að heyra í átökunum við hljóðfærið væntanlegar framfarir; fiðlarinn á horninu hafði þegar náð sínum listrænu tindum. En hann hélt alltaf áfram á hverju sem gekk — upp upp. Hann gerði engar málamiðlanir við fjöldann, hirti ekki um fjöldann en átti einungis erindi við einstaklinginn sem varð fyrir því óláni að heyra tón hans fýrir hendingu gegnum hina glaðværu þögn rokkvídeóanna. Hann stóð á sinn hátt hnarreistur og sargaði á fiðluna sína öllum til ósegjanlegs ama. Fiðlarinn minn á horninu sveik aldrei sína list þó hún væri ekki góð. Leirskáldunum á ekki að vera vært, skrifaði Jónas Hallgrímsson í ritdóminum um Sigurð Breiðfjörð í Fjölni á árunum fyrir 1840 og ég hef stundum dáð þessi orð. En af og til renna á mig tvær grímur, einkum þegar ég hugsa til þessa manns sem gaf frá sér þennan tón sem nísti mig svo að ég varð ekki samur á eftir þegar ég hlustaði á hann í kvöldkyrrðinni, hann aleinn niðri á götunni og ég aleinn uppi í dimmu herberginu og ég villtist með honum um tónbókmenntir þeirra stóru — þennan skrykkjótta, skerandi, kveinandi, ójafna, óhreina, hreina tón. Ég heyri hann. * * * 10 TMM 1994:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.