Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 22
— Já, að hluta til. Ég reyni að endurskapa óttann við vopnin og hugsanlegt ofbeldi sem þessir menn voru fulltrúar fyrir. Mamma og pabbi áttu sumar- bústað í Kópavogi. Þaðan er minningin sem er uppistaðan í sögunni. — í hvaða skóla gekkstu? — Ég gekk í Austurbæjarskólann og var svo í Kvennaskólanum. Ég á verulega hlýjar minningar frá báðum þessum skólum. Eftir landspróf fór ég í Menntaskólann í Reykjavík. Ekki fannst mér það sérlega skemmtilegt tímabil. í skólanum voru ýmsar klíkur — og ég var ekki í neinni þeirra! Þetta var á tímum „hinna ungu sjenía“ í skólanum. Heldur lítið fór fyrir stelpum í félagslífi skólans. Þær voru líka færri en strákarnir og kannski óhæfar vegna þess að þær voru ekki sjení, samkvæmt skilgreiningu. Annars leit maður ekki svo á í þá daga, að menntaskólanámið ætti að vera skemmtilegt eða nem- endur virkir í mótun þess yfirleitt. Þetta var eins og hver önnur vinna, puð sem veitti umbun seinna, ef guð lofaði. Eftir stúdentspróf var ég svo eitt ár í Háskólanum og lærði frönsku, ensku og forspjallsvísindi. Að þeim vetri loknum ákvað ég að fara til náms á Spáni. — Af hverju valdirðu Spán? — Ég hafði farið þangað í ferðalag, veturinn 1957, og skildi hvorki upp né niður í einu eða neinu. Það kveikti hjá mér forvitni og áhuga að fá þannig forsmekk af menningu og máli sem voru mér lokuð bók, og mig langaði aftur þangað. Það hafði líka runnið upp fyrir íslenskum stjórnvöldum, eins og stjórnvöldum annars staðar í Evrópu eftir stríð, að til þess að byggja upp farsælt þjóðfélag þyrfti vel menntað fólk. Þess vegna buðust námslán á sjötta áratugnum og við gátum farið hvert á land sem var. Heimurinn opnaðist og ungum námsmönnum var ekki beint til ákveðinna landa, heldur þótti það ágætt að fólk færi sem víðast til að sækja mismunandi þekkingu heim. Það skipti líka máli í mínu tilfelli að Spánn var ódýrt land, Frakkland og Þýska- land voru til að mynda dýr námslönd. Ég ætlaði upphaflega að vera eitt ár á Spáni og sjá svo til. Ég var í spænsku fýrir útlendinga fyrsta árið, effir það langaði mig til að innritast í rómönsk mál og bókmenntir, en þá þurfti ég að stunda nám með heimamönnum og ég var ekki viss um að ég réði við það. Svo gekk þetta allt saman og ég stundaði nám í Barcelona í fímm ár og lauk licentiatprófi 1965. Spánn undir stjórn Franco — Þetta var þriðji og síðasti áratugur Franco-tímabilsins á Spáni. Hvernig var að stunda háskólanám í einræðisríki? Tókstu þátt í pólitískri starfsemi, Álfrún? — Að hluta til. 12 TMM 1994:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.