Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 25
svo auðvelt. Ef ég hefði ætlað að vinna á Spáni hefði ég orðið að skipta um ríkisfang og það var ekki kræsilegt eins og allt var. Ég slapp þó við að brjóta heilann mikið um þetta vegna þess að sú staða sem ég fékk þegar ég lauk námi var hér heima. Það var hins vegar ekki auðvelt að koma heim og erfiðara en ég hafði haldið. Ég hélt að þjóðernið og tungumálið væru einfaldlega þáttur af mér sjálfri, eitthvað sem ekki breyttist. Ég hélt að maður gæti fengið vitneskju um það sem gerst hafði á meðan maður var í burtu, en það var ekki hægt. Maður fékk svo sem að vita hvað hafði gerst en ekki hvernig það hefði gerst. Það síðastnefnda getur verið jafn mikilvægt og hitt, en sú vitneskja fæst aðeins með því að vera þátttakandi. Það var sjálfsblekking að einhver fastur kjarni haldist óbreyttur, líka í málinu. Það fer nefnilega fram eins konar seinni máltaka á óhlutstæðum orðum upp úr tvítugu og fagmál með sínum sérstaka orðaforða verður til dæmis nánast nýtt mál. — Þú skrifaðir fyrirlestrana þína á spænsku fyrsta veturinn sem þú kenndir okkur og þýddir yfir á íslensku í tímunum. — Já. Ég hugsaði um bókmenntir á spænsku og var fljótari að skrifa hana en íslenskuna. Ég var alltaf að þýða í huganum og ég man að pabbi sagði einu sinni sposkur hvort ég vildi ekki fara með einhver af þessum spánnýju orðtökum og koma þeim á framfæri við Orðabók Háskólans. Ég byrjaði þó tiltölulega fljótt aftur að hugsa á íslensku, en mér fannst ég ekki alveg örugg. Þess vegna settist ég niður og þýddi Sálumessu yfir spænskum sveitamanni eftir Ramón J. Sender, bara tfl að setja málin tvö niður hlið við hlið, sameina þau og aðskilja um leið, með því að yfirfæra merkingu af einu yfir á hitt. Sú þýðing kom svo ekki út fýrr en löngu seinna, en þetta var mér persónulega mikil hjálp. Þegar ég var í Sviss liðu þrj ú ár þannig að ég talaði aldrei né heyrði íslensku. Ég las stundum upphátt fýrir sjálfa mig til að rifja upp hvernig þetta mál hljómaði. — Saknaðirðu aldrei málsins, landsins og fjölskyldunnar? — Jú, auðvitað gerði ég það. — Heldurðu að þjóðerni skipti miklu máli í persónuleika fólks? — Já, það held ég. En ég ólst upp á stríðstímum þegar erlendir hermenn marseruðu um Reykjavík, íslendingar fylgdust hræddir með framvindu stríðsins eins og fólkið á meginlandinu. Ég veit ekki hvort það hefur haft eitthvað að segja um það að mér finnst ekki að þjóðerniskennd geti útilokað alþjóðahyggju. íslendingar hafa heldur aldrei verið einangraðir frá meginlandinu, hingað hafa alltaf borist þeir meginstraumar sem mótað hafa evrópska menningu. íslendingar gengu „Suður“ fýrr á öldum eins og ég læt Stefán að vissu leyti TMM 1994:1 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.