Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 38
Guðbergur Bergsson Eitrun í blóðinu Þetta gerðist í húsinu þar sem var til gamalt orgel og lúinn sjónauki. Rétt í því sem ég horfði öfugt í hann og skoða á mér tærnar sem voru langt í burtu og áttu ekkert skylt við búkinn kallaði konan: Sko, kemur ekki þarna ríðandi kerlingin hún amma þín með bláa nefið! Ég fann, án þess að ég hætti að horfa, hvernig sár opnaðist einhvers staðar í mér því þetta var amma og ég vissi að nefbroddurinn á henni varð stundum næstum blár á sama hátt og nefið á mömmu. Þótt mér þætti bláminn ekki fallegur á nefi kom ljótleikinn ekki í veg fyrir að mér þætti vænt um þær, nærvera þeirra vakti tilfinningar sem eitthvað sagði að væru fallegar og góðar. Konan ætlaði að gá betur og tók af mér sjónaukann svo ég sá tærnar aftur í eðlilegri fjarlægð. Hún leit í hann og sagði: Jú, sjónaukinn lýgur ekki. Ég fór að glugganum og þurfti ekki að líta í sjónauka til að sjá að þarna kom amma dúðuð í sjöl á hestbaki. Þetta var klár sem gekk varlega niður grýtta hæðina eins og hann vissi að hann bar á bakinu eitthvað sem var verðmætara en rekaviður og kartöflupokar sem voru venjulega reiddir á honum. Þótt ég sæi það ekki heyrði ég í brjóstinu hvernig brast í grjóti undir hófunum. Konan hló ertnislega og ég hefði viljað að galdur sjónaukans leysti vandann og þeytti mér út í buskann eða ég færi niður úr gólfinu. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlaupa út, fagna ömmu, teyma undir henni eða láta sem ekkert væri og hanga í húsinu annað hvort við að reyna að spila Gamli Nói með einum fmgri á orgelið eða skoða á mér tærnar í gegnum sjónaukann, ýmist öfugan eða réttan. Svo ég ákvað að núlla, láta sem ég væri og væri ekki til uns ég læddist burt. Konan sagði að kerlingin hún amma léti sjaldan sjá sig á þessum slóðum, hún feldi sig á fjöllum, enda skynsamlegast fyrir kindina, hún væri best geymd gegn umtali handan fjalla, hún hefði haldið fram hjá \ 28 TMM 1994:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.