Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 39
manninum sínum, það vissu allir, og hrökklast með öðrum í þalla- skjólið svo hún væri ekki minnt á lauslætið. Hún hló kersknislega yfir sögunum. Ég hlustaði af athygli en hló ekki til samlætis af því ég vildi ekki syndga þannig gegn ömmu. Ég réð ekki nægilega vel yfir orðum til að verja hana og slá konuna út af laginu, hjartað sló of ört og hún hefði hlegið miklu hærra ef ég hefði hnotið á orðunum. Hingað til hafði mér líka þótt vænt um konuna og heillast af orgelinu og sjónaukanum sem færði hlutina ýmist nær eða fjær. Þetta svarta tól gat líka látið allt vera í móðu á sama hátt og hugurinn. Ég hafði aldrei snert neitt með sömu eiginleikum. Sögur konunnar vísuðu mér á augabragði inn í víðáttur grunsins og veittu sýn inn í leyndarmál sem ég hafði vart hugmynd um og aldrei var minnst á heima. Samt vissi ég að maðurinn sem amma var gift var ekki afi minn, svo eitthvað hlaut að hafa gerst, því ég átti afa sem ég þekkti varla, þótt hann ætti heima næstum í sama húsi, gamlan afa sem sýndi afskiptaleysi og gekk um hálfblindur með það sem krakkar kölluðu mannakúk á nefinu en mamma tóbak. Hann hélt því fram hvenær sem hann nam staðar undir vegg og hitti aðra að hraustir karlmenn ættu að vera lúsugir. Ég var ekki til fýrir honum. Engu að síður var þetta afi minn og ég neitaði að hlýða ömmu ef hún tók mig afsíðis, króaði mig af, gaf mér súkkulaði og sagði: Kallaðu nú manninn minn afa. Ég fann hlýjuna frá henni og hvernig ég var fangelsaður milli veggjar og líkama hennar. Ég varð niðurlútur og skynjaði að tár komu fram í augun á henni en ég sagði alltaf: Hann er ekki afi minn. Hún fór þá að gráta en það hafði engin áhrif á vissuna og ég blygðaðist mín fyrir hana. Maðurinn hennar var vænn en hann var ekki afi minn heldur hinn sem lofsöng lúsina og var með mannakúk á nefinu. Þetta vissi ég. Svo ég leyfði henni að gráta og reyndi að láta hugann ekki snúast gegn henni. Mér fannst vænt um hana þótt hún reyndi að fá mig á sitt band með guðsorði, súkkulaði og tárum. Þú getur kallað hann „afa“ þótt hann sé það ekki, sagði hún og varð meyr með líkamann þétt uppi við mig. Nei, svaraði ég og varð leiður á sama hátt og börn verða leið á vitleysu hinna fullorðnu. TMM 1994:1 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.