Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 40
Ég varð máttvana í leiðanum en hljóður og engin leið að mjaka mér. Nú reið amma þarna á gamla hestinum með flúraða brúna fallega sjalið á herðunum yfir hinu sjalinu sem var einlitt, blágrátt og úr þykkri ull. Hún sat sem hraukur á hestbaki og ég skammaðist mín fyrir að hlaupa ekki út og teyma hestinn undir henni. Ætlarðu ekki að taka á móti henni ömmu og skoða fjólubláa nefið? spurði konan. Mér skildist að hún vildi að ég stykki burt en ég valdi á milli þeirrar löngunar og annarrar og ég valdi þá erfiðu, að vera kyrr í mátulega langan tíma; síðan færi ég hvenær sem ég vildi sjálfur. Þegar ég kom heim sat amma á stól í eldhúsinu. Hún var að drekka kaffi úr rósabolla og mamma var feimin í návist hennar. Amma átti einhvern veginn ekki heima á öðrum stað en heima hjá sér á meðal fjallanna. Hún fagnaði mér sljólega og úr öðrum heimi. Hún var að segja mömmu engar fréttir því ekkert gerðist hjá henni nema það að hún hafði rifið fingur á ryðguðum nagla og fengið blóðeitrun. Nú var hún komin til að leita sér lækninga og bretti upp hægri peysuerminni og sýndi okkur æðina, hvernig eitthvað blátt líkt og aukaæð læsti sig undir skinninu upp á miðjan handlegg. Er blóðeitrun svona? spurði ég. Já, ef blái ormurinn kemst inn í armholið og nær til hjartans þá dey ég strax, sagði hún. Við horfðum á æðina og biðum eftir dauðanum. Ef ég hefði átt grásalva heima mundi ég hafa borið hann á eitruðu æðina og blóðið hefði hreinsast, sagði amma. Ég vissi að þannig áburður var í lítilli blikkdós í efstu hillunni í bollaskápnum, ef við skyldum fá lús eða ætluðum að verða sköllótt, því hann drap lýs og jók hárvöxt. Ég sagði henni það. Nú gagnast ekki grásalvi, sagði amma. Blóðeitrunin er komin það langt upp eftir handleggnum. Svo steig hún aftur á hestbak og fór til læknisins. Hún kom seinna um daginn og lagðist í rúmið annað hvort til þess að deyja eða vakna til nýs lífs næsta morgun. Ég þorði varla að sofa svo annað hvort batinn eða dauðinn færi ekki fram hjá mér. Amma svaf aftur á móti vært. Hún vaknaði næsta morgun og leit á handlegginn og ákvað að eitrunin hefði numið staðar og mundi bráðum liðast úr handleggnum undan nöglunum. Þá steig 30 TMM 1994:1 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.