Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 46
en James skildi að á einhvern dulræðan hátt átti hann fleira sameiginlegt með furðufuglinum en Stanislaus bróður sínum og öðrum skólabræðrum. Tíu árum síðar samdi James Joyce smásögu um þessa bernskureynslu og nefndi „Samfundur“. Hún er í smásagnasafninu í Dyflinni sem kom út á íslensku 1982 og 1992. Þegar hér var komið hafði Joyce forðað sér fr á lamandi umhverfi og áhrifum Dyflinnar og gerst útlagi frá ættlandinu. En þó hann ætti eftir að eyða ævinni í útlegð og leggja fæð á bernskustöðvarnar, þá var Dyflinn bernsku hans og æsku umgerð og inntak nálega alls sem hann skrifaði um ævina. Hann gerði sér semsé snemma grein fyrir því að Dyflinn- arlífið, sem fékk honum leiða á yngri árum, birti kjarna veruleikans, einsog reyndar mannlíf hvarvetna á byggðu bóli, á þeim stundum þegar svipleiftur innsæis svipti hversdagslega hluti hversdagsleik sínum. Slíkar svipsýnir nefndi Joyce gríska orðinu epífanía sem merkir eitthvað í ætt við uppljómun, vitrun, kraftbirtingu. Þessar uppljómanir urðu ívaf allra helstu verka hans. James Joyce setti sér í öndverðu það mark að túlka reynslu sína og æviferil í skáldverkum sem í senn birtu sem allra nálcvæmasta ytri áferð hlutanna og þann innri veruleik eða merkingu sem hver hlutur býr yfir og gerir hann sérstæðan og frábrugðinn öðrum hlutum. Þegar Stephen Dedalus eigrar eftir Sandymountströnd í Ódysseifi hugsar hann: „Ég er hér kominn til að lesa teikn allra hluta, sjávargróðurs og sjávarseiða, aðfallsins sem nálgast, þessa ryðbrúna stígvéls.“ Joyce gerði sér ljóst að viðfangsefni hans væri ekki einasta að lesa teikn hlutanna, heldur einnig finna orð til að nefna það sem hann læsi, svo aðrir mættu lesa með honum. Með þessu móti hugðist hann smíða í smiðju sálar sinnar óskapaða samvisku eða samvitund kynstofnsins, einsog Stephen Dedalus einsetur sér í lokalínum skáldverksins A Portrait oftheArtist as a YoungMan (héreftir nefnt Portrait). Bernskuár Svo vikið sé að æviatriðum skáldsins, sem urðu í óvenjuríkum mæli hráefhi í skáldverk hans, þá var hann fæddur 2an febrúar 1882 í einu af betri hverfum Dyflinnar. Þar voru fyrstu heimkynni fjölskyldunnar, en hún átti eftir að flytjast búferlum einum tíu-tólf sinnum næstu tvo áratugi eftir því sem börnunum fjölgaði í öfugu hlutfalli við veraldargengi heimilisföðurins. James var elsta barn hjóna sem hétu John Stanislaus Joyce og Mary Jane Murray Joyce. Faðirinn var ættaður ff á Cork þarsem einn ættfeðra hans hafði átt mildar landareignir. Hann var í sæmilegum efhum þegar hann kvæntist Mary Jane, átti ineðal annars umtalsverðar eignir í Cork, en drykkjuskapur hans og óráðsía ágerðust með hverju ári og kom fjölskyldunni loks á kaldan klaka. En John Joyce var vinmargur maður, fyndinn og orðheppinn, söng- 36 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.