Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 49
gengu þær til þurrðar, en tjölskyldan sökk smátt og smátt niðrí heimskunna örbirgð Dyflinnar. James var kvaddur heim frá Clongowes eftir þriggja ára nám með námsgjöld að hluta ógreidd og dvaldist um sinn heimavið í Blackrock, einni af útborgum Dyflinnar. Þar stundaði hann heimanám, orti ljóð, skrifaði upphaf skáldsögu sem nú er glatað og iðkaði langhlaup undir leiðsögn íjölskylduvinar sem nefndur er Mike Flynn í Portrait. Enn var flutt í ný heimkynni og James eigraði um Dyflinni, bjó til kort af borginni í huga sér, hugsaði um einsemd sína og útvalningu. Um skeið sóttu Joyce-systldnin skóla Kristsbræðra, sem John Joyce þótti langtum of alþýðlegur og fór um háðulegum orðum, en vorið 1893 lánaðist honum að útvega ókeypis skóla- vist fyrir syni sína, James og Stanislaus, í Belvedere College, menntaskóla jesúíta. James Joyce var fyrirmyndarnámsmaður í Belvedere þráttfyrir óreiðuna heimafyrir og náði snemma góðu valdi á latínu, frönsku, ítölsku og stærð- fræði. Honum gekk svo vel í enskum stíl undir handleiðslu leikmanns að nafhi George Dempsey (Tate í Portrait), að ekki er fjarri lagi að hann hafi beinlínis lært að skrifa í menntaskóla. En hann fann líka æ betur til sérstöðu sinnar. Dempsey þóttist finna vott um trúvillu í ritgerð eftir hann, og um svipað leyti var hann laminn af tveimur skólabræðrum afþví hann neitaði að fallast á, að Tennyson væri betra skáld en siðleysinginn Byron lávarður. Sú beiska reynsla varð honum mikilsverð meðþví hann leit svo á, að nú væri hann að þjást fyrir listina og yrði að vera hafinn yfir reiði, hatur og ást. Atvikinu er lýst í Portrait og segir þar: „Einmitt þetta kvöld meðan hann skjögraði eftir Jonesgötu hafði hann fundið að eitthvert afl var að afklæða hann hinni snöggu, þéttriðnu reiði jafnauðveldlega og þegar ávöxtur er flettur mjúku, þroskuðu hýði.“ Á árunum 1894—97 létti James svolítið undir með fjölskyldunni þegar hann vann til verðlauna fyrir námsárangur, sem var reyndar skammgóður vermir. Meðal annars fékk hann þriggja punda verðlaun fyrir bestu ensku ritgerð í sínum árgangi yfír allt írland. Á þeim árum bjó fjölskyldan í Nyrðra Richmondstræti, blindgötunni í smásögunni „Arabíu“. í þeirri götu bjuggu ýmsir sem áttu eftir að öðlast ódauðleik í verkum skáldsins: Eily og Eddie Boardman sem urðu í sameiningu Edy Boardman í Ódysseifv, Ned Thornton sem varð Kernan í smásögunni „Náð“ og í Ódysseifi, en fékk að láni ýmsa drætti frá John Joyce; Eveline, dóttir Thorntons, sem léði nafn sitt og hluta persónuleikans söguhetjunni í samnefndri smásögu; og fleiri mætti tína til. Joyce var í miklu áliti meðal skólabræðranna í menntaskóla, þó hann væri séráparti. Til marks um það má meðal annars hafa að hann fékk upptöku í Bræðrafélag heilagrar guðsmóður, sem var enginn hægðarleikur, og var kjörinn æðsti embættismaður þess 1896, og var talin virðulegasta staða við TMM 1994:1 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.