Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 52
gegn sýningu á leikriti W. B. Yeats, The Countess Cathleen, sem sviðsett hafði verið við vígslu Þjóðlega bókmenntaleikhússins. Tilhlaup En þó James Joyce væri í uppreisnarhug las hann af kappi og hélt áfram að leggja stund á ítölsku, frönsku, þýsku og latínu. Við þessar tungur bætti hann síðan norsku til að geta lesið leikrit Ibsens á frummáli og skrifað meistaran- um sem var uppreisnarmaður að hans skapi. Hann las sömuleiðis af ríkum áhuga höfunda einsog Dante, D’Annunzio, Giordano Bruno, Flaubert og Hauptmann. Fyrir hvatningu ítölskukennarans, Charles Ghezzis (kemur fram undir eigin nafni í Portrait og Ódysseifi), hóf hann að semja sér fagurfræðilega hugmyndafræði með hliðsjón af fyrrtöldum höfundum að viðbættum Aristótelesi, Tómasi ffá Aquino, Shelley, Coleridge og Oscar Wilde. Þessa hugmyndafræði kynnti hann samstúdentum sínum 20sta jan- úar árið 1900 í Bókmennta- og sögufélagi háskólans í fyrirlestri sem hann nefndi „Drama and Fife“. Joyce hélt því fram að á leiksviðinu bæri að sýna mannlífið einsog það raunverulega væri, að hætti Zola í sagnagerð. En natúralismi hans var samt tempraður sýmbólisma, því hann bergmálaði líka Shelley og Blake þegar hann hélt því fram að í hversdagslegum viðburðum samtímalífs væri að finna bæði algilda þætti og goðsöguleg sannindi. Fyrirlestrinum var vel tekið og Joyce fann hjá sér hvöt til að birta í The Fortnightly Review ritgerð sem hann nefndi „Ibsen’s New Drama“. Hann var 18 ára þegar hún birtist og varð upphaf að opinberum höfundarferli hans. Fyrir ritsmíðina fékk hann 12 gíneur, en hitt gladdi hann þó öllu meira að Ibsen sendi honum þakkarkveðju fyrir milligöngu þýðanda síns í Englandi, Williams Archers. Meðal vina Joyce á háskólaárunum voru nokkrir stúdentar sem koma við sögu í Portrait undir öðrum nöfnum. Helstir þeirra voru John F. Byrne (Cranly), George Clancy (Davin), Francis Skeffington (McCann), Vincent Cosgrave (Lynch) og Constantine P. Curran (Donovan). Auk þeirra var í hópnum Thomas Kettle sem kemur fram undir eigin nafni í Finnegans Wake. Clancy var formælandi útilífs og írskrar þjóðernisstefnu, Skeffmgton frjáls- lyndrar og nýmóðins þjóðernisstefnu, Cosgrave kaldhæðins guðleysis, Curr- an þæginda og málamiðlunar og Kettle evrópskra viðhorfa. En það var John F. Byrne sem varð sálufélagi hans og trúnaðarvinur og hlustaði á endalausar játningar hans og framtíðaráform. Síðarmeir átti Joyce eftir að telja Byrne, Cosgrave og Oliver St John Gogarty, sem kom seinna til sögunnar, svikara við málstað sinn, meðþví þeir reyndu að hans mati, hver með sínum hætti, 42 TMM 1994:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.