Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 56
átti eftir að reynast Joyce hjálplegur, bæði með því að fá nokkur ljóð hans birt í tímaritum og með því að hjálpa honum þórum árum seinna til að koma fyrstu bók sinni á þrykk, ljóðabókinni Chamber Music. Síðar um kvöldið hélt Joyce áleiðis til Parísar. Honum fannst hann vera íkaros að hefja sig til flugs uppúr völdundarhúsi Dyflinnar og fljúga á vit æsilegra ókunnra heima. En hann hafði líka þörf fyrir að líta á sig sem útlaga er svikinn hefði verið í tryggðum. Þessi fyrsta för til meginlandsins varð stutt og gaf Joyce einungis forsmekk af því sem hann sóttist eftir. Hann gaf sér tóm til að sækja nokkra fyrirlestra í læknisfræði og láta sig dreyma um framtíðina, áðuren hann skrifaði föður sínum og bað hann senda sér farmiða heim í jólaleyfið. Þóttist hann öruggur um að fá sendan farmiðann og hlakkaði mjög til að snúa aftur til Dyflinnar. Tímann notaði hann annars til að fara í leikhús, hóruhús og ljósmyndastofu þarsem hann lét taka af sér mynd í alltof stórum fraJcka með kolllágan hatt og leit út einsog ein af eftirlætishetjunum úr bernsku, greifinn af Monte Cristo. Myndina sendi liann á póstkorti til Byrnes vinar síns ásamt nýortu ljóði um ferðalög sálarinnar. Annað kort sendi hann Cosgrave og lýsti fyrir honum á óburðugri latínu lystisemdum sínum og algleymi meðal vændiskvenna Parísar. Þegar Cosgrave sýndi Byrne kortið fyrtist hann við, og var það ein af orsökum fáleikanna sem brátt urðu með Joyce og Byrne. Þegar Joyce hitti Byrne í Dyflinni rétt fyrir jól og fann kuldalegt viðmót hans, kom það honum í opna skjöldu. En hann varð að hafa svikara jafnt í lífi sem list og lét sér skiljast að Byrne hefði áform um að ræna frá sér Mary og tæla sig af listamannsbrautinni til þjónkunar við efnisleg gæði og verald- argengi. í Stephen Hero er það Cranly sem hvetur Steplien til að gerast slátrari og nota ástaljóðin í umbúðir utanum svínapylsur. Annan svikara fann Joyce í Oliver St John Gogarty, sem var nýkominn heim frá námi í Oxford. Hann er Buck Mulligan í Ódysseifi og á margt sameiginlegt með Cranly. Samt voru þeir félagar, Byrne og Gogarty, ólíkir að því leyti að Gogarty var orðljótur guðlastari, fyndinn, hæfileikaríkur, fjáður og vel á veg kominn með að ná markinu sem Joyce hafði sett sér: að tengja saman læknisstörf og ritmennsku. Joyce dvaldist tæpan mánuð í Dyflinni, heimsótti Sheehy-fjölskylduna og sat löngum stundum í Landsbókasafninu. Á leiðinni til Parísar kom hann aftur við í Lundúnum til að heilsa uppá William Archer og Lady Gregory, en missti af John Synge sem var nýfarinn úr borginni. í París varði hann tímanum í daglangar setur í Landsbókasafninu, en las á kvöldin í öðru bókasafni. Viðfangsefni hans voru einkum Ben Jonson og Aristóteles, og hér samdi hann þær „egghvössu skilgreiningar“ á fagurfræðilegum hugtökum sem Stephen útleggur fyrir Lynch í Portrait. Á þessum fyrstu vikum orti hann 46 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.