Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 57
líka tvö bestu ljóð sín og samdi fimmtán nýjar uppljómanir. Þegar liðnir voru tveir mánuðir sendi hann móður sinni einskonar stundaskrá eða áætlun fyrir næstu fimmtán ár ævinnar: „Söngvabókin mín verður gefin út vorið 1907. Fyrsti gamanleikur minn fimm árum síðar. „Fagurfræði" mín umþaðbil fimm árum eftir það. (Þetta hlýtur að vekja áhuga þinn!)“ í stórum dráttum hélt Joyce sér við þessa áætlun ffá 1902 og sýndi sig að vera gæddur óvenjulegu þolgæði og ótvíræðri snilligáfu. Móðurmissir Joyce hitti John Synge í París og fékk að lesa nýjasta leikrit hans, Rider to the Sea, sem hann gagnrýndi harðlega útfrá kenningum Aristótelesar, en þegar hann hafði þannig tryggt vígstöðu sína gerði hann sér lítið fyrir og lærði langa kafla verksins utanbókar á sama hátt og hann hafði á sínum tíma lært utanað lokakaflann í leikriti Yeats, The Countess Cathleen. Seinna þýddi hann Rider to the Sea á ítölsku og tók þátt í að sviðsetja verkið á ensku. í París hitti Joyce líka írska feðga, Joseph Casey, sem varð Kevin Egan í Ódysseifi, og son hans Patrice, sem kemur fram undir eigin nafni í sama verki. Hann sló þá feðga um lán, samdi nokkra ritdóma fyrir Daily Express og seldi blaðinu Irish Times stórort viðtal um bölvun tæknialdar sem hann hafði átt við franskan kappakstursmann. Það efni notaði hann aftur í smásögunni „Eftir keppn- ina“. Með þessum úrræðum og ýmsum fleiri sá Joyce sér farborða í París frammá föstudaginn langa 1903, þegar honum barst símskeyti frá Dyflinni: MAMMA AÐ DEYJA KOMDU HEIM PABBI. Móðir hans var að deyja úr krabbameini. Milli þess sem hún grét og kastaði upp grænu galli, sem Stephen minnist í Ódysseifi, sárbændi hún son sinn um að gera trúarlega skyldu sína, játa syndir sínar, gera yfirbót og veita viðtöku heilögu sakramenti. Tregur og sakbitinn synjaði Joyce þessarar hinstu bónar. Bæði Josephine Murray trúnaðarvinkona hans og Byrne, sem hafði í orði kveðnu sæst við hann, reyndu að telja honum hughvarf, en hann lét ekki haggast. Joyce hélt áfram að hafa mætur á kaþólskum helgisiðum og sækja guðsþjónustur í dymbilviku, en það var á fagurfræðilegum forsendum. Kvöldið áðuren skeytið frá Dyflinni barst hafði hann sótt föstuguðsþjónustu í Notre Dame einsog lauslega er vikið að í lokakafla Portrait. í Dyflinni leitaði Joyce uppi forna vini og sat með þeim að drykkju frammeftir nóttum til að drekkja harmi sínum og vonleysi. Drykkjusiðirnir sem hann tamdi sér á þessum árum áttu eftir að loða við hann ævilangt. Stanislaus bróðir hans var tíður gestur í þessum samkvæmum. Hann var fús hlustandi og skarpskyggn gagnrýnandi þegar James las honum verk sín, aukþess sem hann sá honum fyrir mikilvægum staðreyndum sem urðu TMM 1994:1 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.