Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 65
drátt, afþví henni var líka kunnugt um ástríður slíkra blóðheitra manna ... (Bls. 362-63,1. bindi). Nokkurs konar bakgrunnur þessa „leiks“ á ströndinni er kaþólsk messa þar sem faðir Conroy og O’Hanlon kanúki gefa söfnuði sínum heilagt sakra- menti og fléttast frásögn af því saman við lýsinguna á Bloom á gægjum. IV í hinu fræga eintali Mollýjar í sögulok kemur greinilega fram hvernig sýniþörf stjórnar sí og æ gerðum kvenna, hvernig þær keppa um augnaráð karlmanna, keppa að því að sjást — og hljóta þannig staðfestingu á tilveru sinni og stað sínum í samfélaginu; sem oftar en ekki reynist vera rúmið. Þegar frásögnin í Ódysseifi beinist að Mollý Bloom, sem er ótvírætt aðalkvenper- sóna sögunnar, er hún alltaf í rúminu. Við hittum hana fýrst fyrir í 4. kafla þegar Bloom færir henni morgunverð í rúmið og í lokakafla verkins heldur hún (eða hugsar) sína löngu einræðu þar sem hún liggur í rúminu og á í erfiðleikum með að sofna. Hringlið í látúnshringjunum á rúmi Mollýjar er leiðarminni sem rekja má í gegnum frásögnina og táknar fýrst og fremst ótrúnað hennar og framhjáhald, en má einnig túlka sem stöðuga áminningu um stað hennar í samfélaginu, eða að minnsta kosti stöðu (eða legu) hennar innan frásagnarinnar. Mollý er nær stöðugt í huga eiginmanns síns þar sem hann vaffar um götur Dyflinnar allan daginn, og næstum alltaf hugsar hann um hana í rúminu. Ef hún er ekki beinlínis rúmliggjandi í hugsunum Blooms, þá er hún alla vega liggjandi, eins og til dæmis þegar hann hugsar hlýlega til stunda þeirra tveggja á Howth-höfða daginn sem hún játaðist honum. Þótt rúmið sé fýrst og fremst svefnstaður, þá er það líka staðurinn þar sem kynlífið er einna mest stundað og sú staðreynd að Mollý yfirgefur varla rúmið í rás frásagnarinnar undirstrikar stöðu hennar sem kynferðislegs þolanda. Það er líka ljóst, bæði af einræðu Mollýjar svo og öðrum þáttum frásagnarinnar, að Mollý er „viljugur" kynferðislegur þolandi. Hún er sífellt að sýna sig og setja sig á svið (bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu (hún hefur atvinnu af því að koma fram á sviði og syngja)). Hún sækist eftir augnaráði karlmanna og glápi þeirra. Það má leiða að því rök að Mollý skilgreini sjálfa sig algjörlega út frá athyglinni sem hún fær frá karlmönnum. Þannig er tilvera hennar öll undir fallísku augnaráði komin og hún í stöðugri samkeppni við aðrar konur, nema auðvitað þær sem eru of gamlar og „enginn karl vildi líta við“, eins og hin „gamla geit frú Riordan" sem Mollý minnist á í einræðunni (bls. 331, 2. bindi). Samkeppnin er hörð og Mollý TMM 1994:1 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.