Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 71
inni við þetta tækifæri, og niðri hana til að uppheíja sjálfa sig, veit Bloom að
við réttar aðstæður mundu þessir sömu menn falla íyrir henni. Hann hugsar:
„Það er svosem gott og blessað að gera gys að því núna þarsem það stendur
svart á hvítu, en þetta þvaður gengur í mann einsog heitar lummur. Var hann
ekki líka í bakarabransanum?“ (bls. 128).
Og fljótlega kemur í ljós að skrúðmælgin er einmitt það sem heillar þessa
Dyflinnarbúa framar öllu öðru. Lögmaðurinn O’Molloy vitnar í ræðu Bushe
hæstaréttarlögmanns sem dæmi um frábæra málsnilld. Tilvitnunin er í
lýsingu á styttu Michaelangelos af Móse (bls. 140) og er reyndar næstum því
eins uppskrúfuð og belgingsleg og ræða bakarans. Nú falla áheyrendur hins
vegar í stafi yfir andagiffinni. Bloom er ekki viðstaddur, en það er Stephen
hins vegar og viðbragð hans er athyglisvert: „Stephen roðnaði, þareð blóð
hans heillaðist af þokka máls og látbragðs.“ (bls. 141). Hann roðnar vegna
þess að hann skammast sín fyrir að vera nærri tilbúinn að falla fyrir þeim
freistingum málskrúðsins sem hann veit hann verður að standast, ef hann á
ekki að verða jafn andlega lamaður af innantómu gaspri og landar hans.
Prófessorinn rifjar síðan upp „glæsilegasta dæmi mælskulistar“ sem hann
hefur orðið vitni að (bls. 142-144) og fer með kafla úr ræðu sem Taylor
nokkur hafði flutt í sögufélagi háskólans, þar sem hann beitir mælskulist
sinni til að sannfæra menn um að írum beri að tala írsku, með því að bera
þá saman við ísraelslýð í Egyptalandi. Þetta er stórum betri ræða en hinar
tvær og enn er Stephens freistað, hann hugsar: „Göfug orð eru í vændum.
Gættu að. Gætirðu sjálfur reynt til við það?“ (bls. 143). Freisting Stephens er
hér fólgin í því að ganga írlandi á hönd, berjast fyrir málstað þess með
hefðbundnum vopnum skrúðmælginnar. En það er einmitt allt þetta sem
Stephen er að reyna að rífa sig lausan frá. Þegar prófessorinn lýsir yfir
hrifningu sinni á þessari mælskulist andmælir Stephen ekki, en honum
verður hugsað til fjöldafundanna miklu í Tara 1843, þar sem uppundir
miljón manns komu til þessa forna konungsseturs til að hlýða á mælsku
O’Donnells, en nú eru orð hans fokin burt með vindinum (bls. 144). Stephen
veit það liggur fyrir honum að freista þess að skapa eitthvað varanlegra en
mælsku af þessu tagi og í lok kaflans tekur hann stökkið og semur dæmisög-
una um piparmeyjarnar, sem vikið verður að síðar. En þegar Crawford
ritstjóri hvetur Stephen til að skrifa fyrir sig í blaðið biður hann um:
„... eitthvað sem bragð er að. Hafið okkur alla með í því, fjandinn hafi það.
Föður, Son og Heilagan anda og alla heilu hersinguna." (bls. 136). Þetta
hljómar eins og uppskrift að sjálfum Ódysseifi (Stephen er auðvitað að miklu
leyti sjálfsmynd Joyce), enda þótt bókin sú hefði tæpast orðið ritstjóranum
að skapi.
Eitt atriði enn auðkennir stíl og frásagnaraðferð Eólosare n það er notkun
TMM 1994:1
6l