Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 74
frá Pisgah (bls. 150). Það var frá Pisgatindi sem Móses leit við andlát sitt fyrirheitna landið sem hann aldrei komst til. Piparmeyjarnar horfa yfir sitt fyrirheitna land, sem þær aldrei komast til í þeim skilningi að það er ekki þeirra land heldur undir stjórn Englands, en þær sundlar svo mikið að þær geta ekki notið útsýnisins. Þá horfa þær upp á táknið fyrir þetta vald sem undirokar þær, styttuna af Nelson flotaforingja, sem einnig er tákn fyrir þá kyngetu karlmanna sem þær hafa aldrei notið. Af þessu fá þær ríg í hálsinn, sitja sem lamaðar og spýta dauðum plómusteinum yfir borgina. Þær verða tákn fyrir lömun írsku þjóðarinnar, lömun sem er undirstrikuð með því að um leið og Stephen lýkur sögunni verður straumrof í Dyflinni og öll umferð lamast (bls. 149). Sagan sem martröð Meginástæða þessarar lömunar þeirra Dyflinnarbúa sem við kynnumst í Eólosi er þrælbinding þeirra á klafa sögunnar og skrúðmælginnar. Þeir eru of uppteknir af fyrri affekum þjóðar sinnar til að geta unnið nein afrek sjálfir, of hugfangnir af mælsku og innantómu orðaskrúði til að geta aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Tvær persónur kaflans eru þó ekki undir þessa sök seldar — Leopold Bloom og Stephen Dedalus. Bloom er raunsær og hagsýnn í hugsun, fer sínar eigin leiðir og er ekki hlekkjaður af írsku hugarfari og írskri sögu. Sem auglýsingasafnari þekkir hann brögð mælskulistarinnar og veit hvernig þau eru notuð til að blekkja, sér í gegnum þau. Hann er einskonar útlagi í eigin samfélagi. Hann getur því orðið andleg föðurmynd og leiðarljós fyrir Stephen sem er að reyna að losa sig undan þessum hlekkjum. f Eólosi sjáum við greinilega þær freistingar sem verða á leið Stephens og geta beint honum frá settu marki ef hann fellur fyrir þeim. Hann hefur sjálfur sagt við Deasy skólastjóra: „Sagan er martröð sem ég er að reyna að vakna af.“ (bls. 34). Þetta rifjast upp fyrir honum í Eólosi: „Martröð sem maður vaknar aldrei af,“ hugsar hann (bls. 138) og er eins og hann sé að missa vonina um að geta slitið sig lausan. Hann lætur líka heillast af skrúðmælginni (eins og áður er getið) og gælir við þá hugmynd að stunda hana sjálfur, að beita orðsins list í þágu málstaðar frlands. Meðan Stephen hlustar á MacHugh horfir hann á reykina liðast upp af sígarettum tilheyrenda og honum koma í hug orð úr Cymbeline Shakespe- ares: „Og lát hlykkjótta reykina.“ (bls. 143). Orð þessi eru úr ræðu sem enski konungurinn heldur í lokin þegar hann gengst fúslega undir vald Rómverja. Hér er vísað samtímis til þeirrar freistingar sem það er fyrir íra að gangast fúslega undir vald Englendinga, og þeirrar freistingar sem það er fyrir Stephen að gefa sig írska málstaðnum á vald sem rithöfundur. 64 TMM 1994:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.