Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 80
ákvað — eftir tilhlýðilegar bollaleggingar — að leyfa krökkunum að fara í þeirra fyrstu útilegu með skátunum um þessa helgi. Og hann hafði þá þegar byrjað að velta fyrir sér hvernig þau hjónin ættu að eyða dögunum þremur sem þau yrðu ein í kotinu. Útvegaði sér meðal annars ótal bæklinga um það helsta sem var á döfínni í menningarlífi borgarinnar, skrár yfir sýningar leikhúsanna og hljómleika af ýmsu tagi, en hafði þó einkum augun opin fyrir góðum vísnasöng, það var hans uppáhaldsmúsík. Og um barnlausu helgina reyndist margt áhugavert vera á boð- stólum. Svo margt, að meðan listinn yfir vænlegustu möguleikana sem hann skráði jafnóðum og hann fletti pésunum varð lengri og lengri, fór hann smám saman að hallast að því að sennilega fengju þau mest út úr því að vera heima. Þau myndu sofa fram eftir á morgnana, kíkja í góðar bækur, fara í langa göngutúra í skóginum og snæða kvöld- verðinn á veitingahúsi til að losna við eldamennsku og uppvask. Það var líka langt síðan þau höfðu verið bara svona ein og út af fyrir sig — ha? Hún var honum hjartanlega sammála. Hann hafði verið svo ánægður með að honum skyldi takast að skipuleggja helgina þetta löngu fyrirfram og án alls asa, sem gaf líka þann bónus að hann gat leyft sér að hlakka til. Hann gat þrætt fornbókasölurnar í mestu makindum og brætt vandlega með sér hvaða bækur hann ætlaði að kaupa til að kíkja í meðan hann léti líða úr sér eftir göngutúrana, og hvenær sem hann var ekki upptekinn af öðru kveikti hann í huganum á kerti á einhverju dýrindis veitingahús- inu þar sem þau sætu á kvöldin og klingdu kampavínsglösum yfir matseðlinum. Allt var þannig einsog best var á kosið; öllum skilyrðum til að gera hann hamingjusaman var fullnægt. En svo þurfti hún endilega að fá þessa hugdettu sína, sem rústaði í einu vetfangi öllum hans dýrmætu áætlunum, því þótt hann reyndi að mótmæla hafði hann búið nógu lengi með henni til að skilja að það varð ekki aftur snúið. Og aðeins klukkutíma síðar óku þau út úr borginni og vestur á bóginn áleiðis til ferjubæjarins, með sængurnar sínar í svörtum plastpokum og föt til skiptanna í gamalli snjáðri ferðatösku. Þau höfðu einnig komið við í matvöruverslun og keypt tveggjakíló- gramma jólaskinku, einn kassa af léttum bjór, fjórar rauðvínsflöskur 70 TMM 1994:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.