Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 81
og koníakspela til að hafa með kaffinu. Vinafólkið á meginlandinu
hafði fagnað því að fá þau í óvænta heimsókn, en það var vitaskuld
ekki meiningin að það bæri einhvern aukakostnað af þeim sökum.
Þau nálguðust vegamót og hann opnaði hanskahólfið til að taka
fram kortið. Það var einmitt þá sem hún kveikti á útvarpinu; skrúfaði
óvart í botn, það var stillt á klassísku rásina og einhver draugaleg
sinfónía skall á þeim með ógurlegu braki og brestum í hátölurunum
sem virtust helst ætla að skjótast út úr mælaborðinu í öllum látunum.
Úbs, hvað átti þetta nú að þýða, sagði hún hlæjandi, um leið og hún
lækkaði og fingur hennar færðust yfir á rásarstillinn og fóru að leita
uppi léttari tónlist.
Jarðarför, sagði hann ósjálfrátt. Þegar hann áttaði sig á hvað hann
hafði sagt læsti kvíðinn sig einsog eiturkrabbi um hverja frumu líka-
mans, blóðið þaut honum til höfuðs, þrýsti fast á hljóðhimnurnar og
í augnablik áður en hann náði að opna munninn og framkalla geispa
til að sprengja hellurnar, þóttist hann greina óminn af hásum, tryl-
lingslegum nornahlátri. Eftir það gagntók hann sú tilfinning að eitt-
hvað hræðilegt væri í uppsiglingu.
Það var auðvitað ekki til neins að stinga upp á því að þau sneru við,
lulluðu heim á tuttugu og flýttu sér í háttinn. Hún tæki það aldrei í
mál, myndi bara hæðast að honum og kalla hann hjátrúarfulla kell-
ingu. En hann óttaðist líka, að það væri alveg sama hvað þau gerðu
héðan af. Ógæfan — í hverju svo sem hún var fólgin — yrði ekki
umflúin. Hvort sem þau sneru aftur eða héldu áfram.
Kvöldið var niðadimmt, á himninum sást varla nokkur stjarna og
tunglið aðeins örlítil rönd, einsog svigi að lokast. Hann spennti á sig
öryggisbeltið, greip þéttingsfast með hægri hendi um handfangið fyrir
ofan hurðina, í vinstri hendi hélt hann á vegakortinu, en spyrnti
báðum fótum í hallandi gólfið innst undir hanskahólfinu. Þannig
skorðaður reyndi hann að telja sér trú um að hann væri reiðubúinn
að mæta því sem verða vildi.
Það átti að vera um það bil einnar og hálfrar klukkustundar akstur
til ferjubæjarins. Hann fylgdi leið þeirra á kortinu með aðstoð vegar-
skiltanna, og gáði reglulega á vísana á sjálflýsandi armbandsúrinu og
tifandi nálina á hraðamælinum sem lá oftast nokkuð stöðug á milli
110 og 120. Að öllu áfallalausu yrðu þau komin í áfangastað tuttugu
mínútum áður en ferjan sigldi úr höfh.
TMM 1994:1
71