Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 81
og koníakspela til að hafa með kaffinu. Vinafólkið á meginlandinu hafði fagnað því að fá þau í óvænta heimsókn, en það var vitaskuld ekki meiningin að það bæri einhvern aukakostnað af þeim sökum. Þau nálguðust vegamót og hann opnaði hanskahólfið til að taka fram kortið. Það var einmitt þá sem hún kveikti á útvarpinu; skrúfaði óvart í botn, það var stillt á klassísku rásina og einhver draugaleg sinfónía skall á þeim með ógurlegu braki og brestum í hátölurunum sem virtust helst ætla að skjótast út úr mælaborðinu í öllum látunum. Úbs, hvað átti þetta nú að þýða, sagði hún hlæjandi, um leið og hún lækkaði og fingur hennar færðust yfir á rásarstillinn og fóru að leita uppi léttari tónlist. Jarðarför, sagði hann ósjálfrátt. Þegar hann áttaði sig á hvað hann hafði sagt læsti kvíðinn sig einsog eiturkrabbi um hverja frumu líka- mans, blóðið þaut honum til höfuðs, þrýsti fast á hljóðhimnurnar og í augnablik áður en hann náði að opna munninn og framkalla geispa til að sprengja hellurnar, þóttist hann greina óminn af hásum, tryl- lingslegum nornahlátri. Eftir það gagntók hann sú tilfinning að eitt- hvað hræðilegt væri í uppsiglingu. Það var auðvitað ekki til neins að stinga upp á því að þau sneru við, lulluðu heim á tuttugu og flýttu sér í háttinn. Hún tæki það aldrei í mál, myndi bara hæðast að honum og kalla hann hjátrúarfulla kell- ingu. En hann óttaðist líka, að það væri alveg sama hvað þau gerðu héðan af. Ógæfan — í hverju svo sem hún var fólgin — yrði ekki umflúin. Hvort sem þau sneru aftur eða héldu áfram. Kvöldið var niðadimmt, á himninum sást varla nokkur stjarna og tunglið aðeins örlítil rönd, einsog svigi að lokast. Hann spennti á sig öryggisbeltið, greip þéttingsfast með hægri hendi um handfangið fyrir ofan hurðina, í vinstri hendi hélt hann á vegakortinu, en spyrnti báðum fótum í hallandi gólfið innst undir hanskahólfinu. Þannig skorðaður reyndi hann að telja sér trú um að hann væri reiðubúinn að mæta því sem verða vildi. Það átti að vera um það bil einnar og hálfrar klukkustundar akstur til ferjubæjarins. Hann fylgdi leið þeirra á kortinu með aðstoð vegar- skiltanna, og gáði reglulega á vísana á sjálflýsandi armbandsúrinu og tifandi nálina á hraðamælinum sem lá oftast nokkuð stöðug á milli 110 og 120. Að öllu áfallalausu yrðu þau komin í áfangastað tuttugu mínútum áður en ferjan sigldi úr höfh. TMM 1994:1 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.