Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 82
Og reyndar gekk ferðin vel og þau komu til ferjubæjarins á tilsettum tíma. Þau höfðu einu sinni áður farið þar í gegn og allt kom þeim kunnuglega fyrir sjónir: Þarna var bankinn, þarna pósthúsið og þarna gatan niður að ferjulæginu. En þegar þau höfðu ekið eftir henni nokkurn spöl blasti sú óþyrmilega staðreynd við, að gatan lá ekki í sveig út að farmiðasölunni á opnum kæjanum einsog þau bjuggust við, heldur beinustu leið inn í þéttbyggt pakkhúsahverfi. Svona var hér ekki síðast, sagði hún og stöðvaði bifreiðina skammt frá ljósastaur, svo hann komst ekki hjá því að sjá hvað hún var ergileg á svipinn. Hvaða rugl ertu búinn að koma okkur í? Nei, ég skil ekki heldur hvernig ... Hann forðaðist að mæta augnaráði hennar, starði á kortið sem hvíldi enn í vinstri hendi hans og hristi í sífellu ráðþrota höfuðið. Það var kannski önnur gata? Nei, ég man svo vel... Það var bankinn og pósthúsið og ... Jæja þá, en hvert höldum við nú? Bensínstöðin sem við fórum framhjá áðan. Hún var opin, var það ekki? Jú, það sýndist mér. Við spyrjum þar. Þegar hann hentist inn í söluskála bensínstöðvarinnar var af- greiðslustúlkan að raða litlum brúsum með bremsuvökva í hillustand á miðju gólfi, og er hann hafði stamað upp vandræðum sínum virti hún hann stundarkorn fyrir sér einsog hún íhugaði hvort hann væri með öllum mjalla áður en hún sagði: En þetta er allt annar bær. Héðan sigla engar ferjur. Hjartað í honum missti úr slag, en hélt síðan áfram í fjórföldum takti. Hvað var eiginlega að gerast? Var það sem hann skynjaði ekki lengur raunveruleikinn? Var hann búinn að tapa glórunni? Eða var hann ef til vill að dreyma? Var þetta bara svona viðbjóðslega sterk og bráðlifandi martröð? Hvernig í ósköpunum gat hann hafa ruglast á þessu þorpi og ferjubænum? Hann fann til máttleysis í fótunum þegar hann skjögraði aftur út í bílinn og bar henni skjálfraddaður ótíðindin — að því viðbættu, að afgreiðslustúlkan hefði talið að það væri minnst klulckustundar akstur niður til ferjubæjarins. 72 TMM 1994:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.