Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 83
Hún sagði ekki orð, en setti í gír með ákveðinni handarsveiflu og brunaði af stað út að hraðbrautinni. Samkvæmt tímaáætluninni, sem hann hafði skrifað upp effir textavarpinu á meðan hún pakkaði oní ferðatöskuna, sigldi síðasta ferja kvöldsins nákvæmlega eftir klukku- stund, svo þau urðu aldeilis að hafa hraðan á ef þeim átti að takast að ná um borð í tæka tíð. Hann greip báðum höndum um handfangið fyrir ofan hurðina og ótal svimandi spurningar hrönnuðust upp í huga hans. Hvers vegna voru þau látin fara vitlausa leið? Höfðu þau lagt of snemma af stað? Var verið að tefja þau? Var þeim alltaf ætlað að taka síðustu ferjuna? Og hún myndi farast? Brenna? Sökkva? Eða ..? Neineinei . . . Hann varð að beita öllum sínum sálarkröftum til að halda örvæntingunni í skefjum og yppti bara öxlum þegar þau óku fram á afleggjara þar sem stóð skilti með nafni ferjubæjarins — og annað við hliðina með mynd af flutningabíl — og hún spurði hvort hann héldi að þetta væri styttri leið. Því núna var hann ekki einungis viss um að ógæfan biði þeirra, heldur líka að hún væri alveg á næsta leiti. Hann teygði eins hressilega úr skönkunum og plássið leyfði, og hag- ræddi sér í sætinu. Eftir langvarandi taugaspennuna fyllti léttirinn hann af óumræðilegri vellíðunarkennd. Hún virtist líka búin að jafna sig, var farin að raula vinsælt dægurlag fyrir munni sér og stíga fastar á bensíngjöfina. Hann fann staðsetningu þeirra á kortinu, gáði á arm- bandsúrið, síðan á hraðamælinn og svo aftur á úrið. Þeim miðaði vel, með þessu áffamhaldi voru þau næsta örugg um að ná ferjunni á réttum tíma — og einsog því til undirstrikunar jók hún hraðann enn frekar. Þau óku nú um hæðótt landslag. Hann stóð sjálfan sig að því að vera sífellt að fylgjast með geisla bílljósanna á háu sölnuðu grasinu meðffam vegarkantinum. Það hlaut að teljast harla ólíklegt að annað dýr hlypi fyrir bílinn svona fljótt á effir kettinum, en það sakaði svo sem ekki að vera á varðbergi. Það var annars einkennilegt að kattar- skarnið skyldi hafa stokkið undir bílinn. Af hverju beið hann ekki uns þau voru komin ffamhjá? Hann hlaut að hafa skynjað hættuna. Hann hafði stansað við brún malbiksins og horff í áttina til þeirra. Hann hafði séð þau nálgast. Gular glyrnurnar glömpuðu, og . . . Hvað var það sem honum hafði fundist hann sjá í þessum glampandi augum? Ótta? Geggjun? Nei, það var annað. Það var ... TMM 1994:1 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.