Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 86
Ólafur Sveinsson Von Gluggi sem dregið er fyrir með þykkum flauelsgardínum. Tveir stólar fyrir framan og karfa með saumadóti við hliðina á öðrum. Lítið borð með samanbrotnu ullarteppi og tveimur skítugum púðum á milli þeirra. Gamalt borðstofuborð, samstætt stólunum, fyrir aftan þá. Á því heklaður dúkur og vasi með visnuðum blómum. Slitinn leðursófi, húsbóndastóll með háu baki og lúið stofuborð innar í herberginu. Gegnt þeim nýlegt sjónvarp, innrammaðar ljósmyndir og safn af postulínshundum uppá „buffeti“ frá keisaratímanum. Á gólfinu hnausþykkt teppi, súrt af reyk. Inn kemur gömul kona með morgun- verðarbakka og borðtusku. Leggur bakkann frá sér, þurrkar úr glugga- kistunni og setur púðana þangað. Færir teppið, þurrkar af borðinu og setur bakkann á það. Fer fram. Undir hljómar reykingahósti af verstu sort. „Hvað er þetta kona, á nú að drepa mann.“ Þau standa í gættinni, hann hálflamaður vinsta megin eftir slag, hefur rekið sig í þröskuldinn og slæmir til hennar staf sem hann heldur á í hægri hendi. Andar stutt og hratt með hryglukenndu sogi og er svo þvoglumæltur að erfitt er að skilja hvað hann segir. Þau halda áfram í átt að glugganum. Taka nokkur skref í einu og pásur á milli. Hann bölvar henni, hún styður hann eftir mætti. Hann situr, hún stendur, hann með teppið vafið um fæturna, hún til hliðar við gluggann, hann með hálfreykta sígarettu, hún tilbúin að draga frá. Þau horfast í augu, brosa, hann bara hálfu, kinkar kolli, hún tekur í bandið. Gardínurnar dragast hægt sín til hvorrar hliðar frá miðju eins og sýningartjöld í leikhúsi eða bíó. „Kannski gerist eitthvað í dag“ segir hún með uppgerðarbjartsýni í rómnum. „Og hvað ætti að gerasf‘, hnussar í honum, heldur skýrmæltari en fyrr, „það gerist aldrei neitt, alltaf það sama, bílar, bílar, bílar“. Ber sígarettuna skjálfandi 76 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.