Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 86
Ólafur Sveinsson
Von
Gluggi sem dregið er fyrir með þykkum flauelsgardínum. Tveir stólar
fyrir framan og karfa með saumadóti við hliðina á öðrum. Lítið borð
með samanbrotnu ullarteppi og tveimur skítugum púðum á milli
þeirra. Gamalt borðstofuborð, samstætt stólunum, fyrir aftan þá. Á
því heklaður dúkur og vasi með visnuðum blómum. Slitinn leðursófi,
húsbóndastóll með háu baki og lúið stofuborð innar í herberginu.
Gegnt þeim nýlegt sjónvarp, innrammaðar ljósmyndir og safn af
postulínshundum uppá „buffeti“ frá keisaratímanum. Á gólfinu
hnausþykkt teppi, súrt af reyk. Inn kemur gömul kona með morgun-
verðarbakka og borðtusku. Leggur bakkann frá sér, þurrkar úr glugga-
kistunni og setur púðana þangað. Færir teppið, þurrkar af borðinu og
setur bakkann á það. Fer fram. Undir hljómar reykingahósti af verstu
sort.
„Hvað er þetta kona, á nú að drepa mann.“ Þau standa í gættinni,
hann hálflamaður vinsta megin eftir slag, hefur rekið sig í þröskuldinn
og slæmir til hennar staf sem hann heldur á í hægri hendi. Andar stutt
og hratt með hryglukenndu sogi og er svo þvoglumæltur að erfitt er
að skilja hvað hann segir. Þau halda áfram í átt að glugganum. Taka
nokkur skref í einu og pásur á milli. Hann bölvar henni, hún styður
hann eftir mætti.
Hann situr, hún stendur, hann með teppið vafið um fæturna, hún
til hliðar við gluggann, hann með hálfreykta sígarettu, hún tilbúin að
draga frá. Þau horfast í augu, brosa, hann bara hálfu, kinkar kolli, hún
tekur í bandið. Gardínurnar dragast hægt sín til hvorrar hliðar frá
miðju eins og sýningartjöld í leikhúsi eða bíó. „Kannski gerist eitthvað
í dag“ segir hún með uppgerðarbjartsýni í rómnum. „Og hvað ætti að
gerasf‘, hnussar í honum, heldur skýrmæltari en fyrr, „það gerist aldrei
neitt, alltaf það sama, bílar, bílar, bílar“. Ber sígarettuna skjálfandi
76
TMM 1994:1