Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 87
hendi að lömuðum munni og sáldrar yfir sig ösku. Fær hóstakast,
kúgast og verður á endanum blár í framan af súrefnisskorti.
Þau sitja bæði með bolla í hönd og horfa út um
gluggann.
Hún: Viltu ekki fá þér meira?
Hann: Þú veist að ég hef ekki gott af mat.
Þögn. Hún stendur upp og opnar gluggann.
Hann: Á nú að drepa mann úr kulda, það er það sem þú
vilt, drepa mig.
Að utan heyrist umferðarniður oggelt í hundi.
Hún: Einsog við sjálfa sig. Hvernig skyldi Elsu nú líða?
Hann: Eflaust vel, hún er þó andskotakornið dauð.
Hún: Snýrsér að honum. Stundum þegar ég losa svefninn,
þá fínnst mér eins og hún sé að kalla á mig og vilji
fara út, en það eru þá bara hroturnar í þér.
Hann: Hroturnar í mér, ja þú getur trútt um talað, ég sem
hef ekki sofið heilan svefn frá því við giffumst fyrir
hrotunum í þér.
Hún: Hvernig stóð eiginlega á að hún datt út um glugg-
ann?
Hann: Nú, hún bara datt.
Hún: Já, en hún var alltaf svo hrædd að fara uppí glugg-
ann, og svo varst þú líka hjá.
Hann: Gat skeð. Þú hefðir auðvitað frekar viljað að ég
dytti út um gluggann.
Hann fálmar eftir sígarettu og kveikir í. Hún kemur
púðunum fyrir t gluggakistunni. Aðstoðar hann við að
færa sig nær. Færirsinn stól ogsest. Þögn. Hann reykir.
Skyndilega leikur bros um varir hennar. Hún tekur um
hönd hans sem hann hefur stutt framá púðann.
Hún: Manstu þegar konan varð fyrir bílnum.
Hann: enn hálffúll. Það eru nú mörg ár síðan.
TMM 1994:1 77
L