Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 94
Það er kannski ekki hægt að ætlast til af hverjum þeim sem tekur til máls að hann segi allt. Ég heiti ykkur því að standa ekki hér til eilífðarnóns og reyna að segja allt. í einhverjum skilningi gaf ég þó um það loforð þegar ég tók að mér að flytja hér fyrirlestur um nokkuð sem við teljum öll mikilvægt, þ.e. bókmenntir. Mér finnst að á mér hvíli sú kvöð að segja allt um þetta fyrirbæri sem er svo óendanlega flókið og merkilegt. Ég get það ekki. Ég ætla samt að reyna. Á tuttugu mínútum. í dýpri skilningi hefur hver sá sem kallar sig rithöfund gefið sams konar loforð. Rithöfundurinn hefur heitið því „að segja okkur allt“ — það fylgir starfsheitinu. Allt um okkur sjálf, um heiminn, um tilveruna, um lífið. Hann veit það ef til vill ekki sjálfur (þess vegna fannst mér ekki úr vegi að nefha það hér) en ef hann ætlar að vera rithöfundur, þ.e. ábyrgur, verður hann að segja allt, og það jafnvel þótt það sé ekki hægt. Bókmenntirnar eru tilraun til að láta draum, sem getur ekki ræst, rætast: drauminn um að segja allt. Hvað á ég við með „að segja allt“? Ég á við það hlutverk sem bókmennt- irnar hafa öðlast á síðustu öldum hér á Vesturlöndum, eftir að réttur kirkj- unnar og pólitískra valdhafa til að skipta sér af því sem stendur á bók var véfengdur og um leið einkaréttur þeirra á sannleikanum um hvað það er að vera maður, á sannleikanum um okkur sjálf, á sannleikanum um allt. Það á enginn lengur einkarétt á sannleikanum, sem betur fer. Sannleikur- inn er nefnilega bara annað nafn á draumnum um „að segja allt“ og hver sá sem þykist hafa höndlað sannleikann — eða heldur að það sé mögulegt að höndla hann — veit ekki að hann dreymir. En hver á þá að tala við okkur um hvað það er að vera maður? Varla Kirkjan, því hún segir okkur bara að við séum komin ffá Guði, þ.e. frá fyrirbæri sem er ekki maður, jafnvel þótt maðurinn hafi skapað Guð að einhverju leyti í sinni mynd. Varla Yfírvaldið því það segir okkur að maður- inn eigi að hlýða einhverju sem er ekki maður, yfirvaldinu, undir hvaða nafni sem það leynist og jafnvel þótt sumir menn kjósi að ganga til liðs við það og hagnast á því á kostnað meðbræðra sinna. Ef til vill geta fræðin það, fræðin um manninn. Svo framarlega sem þau viðurkenna að þau hafi ekki höndlað sannleikann. Ég játa þó að ég bind litlar vonir við fræðin því þó þau hafi gefið sama loforð og bókmenntirnar, þ.e. að segja allt — allt um manninn — þá hafa þau fallið í þá gryfju að halda að hægt sé að búta sundur tilveru mannsins og segja allt um tilfmningar hans, eða allt um tungumál hans, eða allt um samfélög hans, án þess að skoða allt hitt líka. Ef til vill heimspekin? Hún á að takast á við allt, þessi speki um heiminn. Ef til vill sagan, líka? Hún á að takast á við alla tilveru mannsins í straumi 84 TMM 1994:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.