Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 96
voru út fyrr á öldum — og eru örugglega enn borin út einhvers staðar, kannski í dag, kannski á þessu augnabliki sem nú er að líða, sem nú er liðið. Þeir grétu, bræðurnir, vegna þess að utan þessa heims er aðeins óreiða og óhugnaður, dimmur kynjaskógur þar sem hætturnar leynast: óargadýrið sem gæðir sér á mjúku barnsholdinu, óvætturinn sem teygar heitt blóðið, uppvakningurinn, spegilmynd mín, dauð og köld og vond. Að gefa nafn. Að gefa nafn er að hemja óreiðuna. Óreiðuna í okkur og óreiðuna í heiminum, sem er svo óendanlega stór og flókinn, þar sem sterk og andstæð öfl leika lausum hala, öfl sem eru afskaplega lítið vinveitt okkur. Að gefa nafh er í vissum skilningi að þagga niður í heiminum — líka í heiminum innra með okkur — að þegja yfir honum til að geta haldið áfram að vera til í honum. „Þögnin í verkum Halldórs Laxness". Eintómir punktar. Punktar eru hurðir sem loka setningunum. Punktur, punktur, lok, lok og læs. Út með allt vont. Inn með allt gott. Sá annmarki fylgir hins vegar hurðum að manni getur orðið á að læsa úti það sem manni er vinveitt eða sem manni ber skylda til að hleypa inn. Úti geisar óveður. Það er barið að dyrum en enginn segir: „Hér sé Guð“. Kannski var það bara vindurinn. Nei, það er bankað aftur, fast. „Er þetta maður?“ Ekkert svar. Bara bank. Enn er bankað. Skríða undir sæng. Punktur. Bank. Krossa sig í bak og fyrir. Punktur, punktur, punktur. Enn er bankað. Breiða upp yfir haus. Punktur. Bank, bank. Troða punktum í bæði eyrun. Nú heyrist ekkert lengur. Sofa, dreyma, vakna. Opna dyrnar næsta morg- un. Úti liggur bréfberinn. Hann var með mikilvægt bréf til þín. Vindurinn feykti því úr hendi hans þegar hann sleppti taki á því um leið og dauðinn lagðist yfir hann. Bréfberinn er dáinn, bréfið fokið út í veður og vind. Punktur og basta. Bókin „Þögnin í verkum Halldórs Laxness“ leiðir í ljós djúpstæða mót- sögn í hlutskipti hins talandi manns. Þegar hann lýkur máli sínu er hann um leið að loka því, og þá er aldrei að vita hvað verður eftir úti og hverjar afleiðingarnar kunna að verða. Samt verður hann að takmarka mál sitt með einhverjum hætti, því annars drukkna orð hans í takmarkalausri óreiðunni og hætta að vera orð, verða bara kliður, óp, öskur, hávaði, ekki neitt, þögn. Hinn talandi maður lifir í þeirri mótsögn að hann verður að þegja til að þegja ekki. En hann verður líka að tala, það er mikilvægt að hann tali, til að bréfberinn verði ekki úti, til að skilaboðin berist, til að útburðurinn komist aftur til mannheima. Ég held að bókmenntirnar gegni hér mikilvægu hlutverki og því ætla ég 86 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.