Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 111
af rímbullinu er góður skáldskapur. Á hinn bóginn er mjög hressandi að lesa svona bókmenntalega ómeðvitaða ffá- sögn, með stílfágun tapast oft ákveðið sakleysi eða kæruleysi sem þessi bók mætti einmitt ekki missa. Eftir ótal samræður og einu sinni kosmískt samræði skilur með þeim hjónaleysum, listamanninum og tungu- málinu. Frjóvgun hefur átt sér stað. Jón Hallur Stefánsson Ekki er allt sem sýnist, enginn er sá sem hann sýnist Birgir Sigurðsson: Hengiflugið. Forlagið 1993. Birgir Sigurðsson hefur í leikritum sín- um verið óhræddur við að taka óþyrmi- lega á fólki og draga ffam hliðar á einstaklingum og samskiptum þeirra sem menn undir venjulegum kringum- stæðum vilja helst halda í skugganum. Hér er ég öðru fremur að vísa til leikrits- ins Dagur vonar sem er eitthvert magn- aðasta drama sem sést hefur lengi á íslensku leiksviði, flóknar og margþætt- ar persónur sem eiga í Qölþættum og magnþrungnum átökum sem leiða ffam sífellt dýpri og grimmari mynd af innviðum fólks og samfélags. I fyrstu skáldsögu sinni fetar Birgir Sigurðsson svipaða slóð að því leyti að hann leggur ótrauður til atlögu við það verkefni að grafa sig í gegnum nútím- ann, verkefni sem margir hafa furðað sig á að íslenskir rithöfundar hafi flestir hverjir látið í ffiði í seinni tíð. Flókinn veruleiki Fyrir ekkert sérlega mörgum árum voru margir uppteknir af því að halda því ffam að rithöfundar ættu í skáldverkum sínum að vinna úr veruleikanum með því að draga skýrar línur og einfalda hann til þess að lesendur gerðu sér betur grein fyrir umhverfi sínu og sjálfum sér. í seinni tíð hafa menn verið ákafir í að halda því fram að skáldskapurinn eigi miklu ffekar að sýna hversu veröldin sé flókin, tætt og splundruð. Ekki er ég viss um að Birgir Sigurðs- son hafi látið þessar kenningar sig miklu varða, en hitt er víst að í þessu skáldverki sem hér er til umræðu er langt því ff á að verið sé að einfalda hlutina eða bjóða upp á þægilegar lausnir á vanda tilver- unnar. Þvert á móti er megininntak verksins einmitt að sýna það að tilveran er flókin, að manneskjur eru flóknar og að langt er ffá því að allt sé sem sýnist í fyrstu atrennu. í sögunni eru þessi viðfangsefni leidd ffam á a.m.k. fjórum sviðum. 1 fyrsta lagi í sögu, persónuleika, samskiptum og átökum aðalpersónanna. f öðru lagi í frásögnum af öðru fólki sem er í margskonar tengslum við aðalpersón- urnar. í þriðja lagi er höfundur óhrædd- ur við að láta persónur ræða málin, ýmist í eigin hugskoti eða í samræðu við aðra. í fjórða lagi eru svo lýsingar og umfjöllun um ýmis samfélagsleg fýrir- brigði, þar sem höfundur beitir off magnaðri íroníu. Samanvið, innanum og utanvið þessi svið er svo ótalmargt annað sem liggur í textanum og vísar á þær hugmyndir sem að baki verkinu liggja- Ástarsaga um fólk Það er kannski ekki sanngjarnt að nota orðið ástarsaga þegar um er að ræða sögu sem fjallar um raunverulegt fólk með alvöru tilfinningar, flóknar og mót- sagnakenndar. Venjulega eru þær sögur kaflaðar ástarsögur sem segja frá ein- hliða glansmyndum sem lifa í klisjum. Á hinn bóginn má auðvitað segja sem svo TMM 1994:1 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.