Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 117
skipti“ og lýsir því þegar „skemmtileg gáfuð ung kona“ hefur hamskipti. Það tekur hana eitt ár og hún þarf að leggjast „til hvílu í stóra mjúka rúminu sínu með ótal útsaumaða silkikodda og sæng úr æðardúni... Englar og álfar komu, svifu í loftinu og sungu himneska söngva ... Allan veturinn var gamli hamurinn að falla og nýr hamur að spretta eins og fíngert kraftaverk. Unga konan varð að ffemja þetta forna ritúal á hverju fullu tungli svo hún gæti gengið undir blæ himins blíðan í sumar.“ (bls. 43) Ham- skiptunum er hér lýst sem frelsun ff á því liðna, unga konan er að búa sig undir að hefja nýtt líf eins og sést best á tilvitn- uninni í Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar (25. sálmur, 10. erindi) að ganga undir blæ himins blíðan. Englar koma einnig fýrir í síðustu sögu bókarinnar „Stelpa með tilfinningar“ og bjarga stelpu sem er „að brenna upp eins og áramótabrenna og vantaði stjórn, auð- mýkt og öryggi . . . Forsjónin sendi henni þá tvo engla með skilaboð, engl- arnir liðsinntu stelpunni og leiddu hana í sannleikann . . . og hún skildi að guð hafði skapað heiminn úr tilfinningum og að tilfmningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir. Hana dreymdi um að skapa heim í leikhúsi og skíra verkið börn eiga heim . . . (bls. 62) Hér er komið að kjarna Galdrabókar Ellu Stínu eða nið- urstöðu, sem sé: Galdurinn er að þekkja sjálfan sig og takmörk sín. Sá sem skilur þetta hefur komist til nokkurs þroska. Galdrabók Ellu Stínu eftir Elísabetu Jökulsdóttur er mjög vönduð bæði að útliti og innihaldi. Elísabet hefur náð mjög góðum tökum á örsöguforminu sem nýtur sívaxandi vinsælda í íslensk- um bókmenntum í dag. Einkum eru furðusögur hennar athyglisverður skáld- skapur, absúrdisminn virðist henta stíl hennar og yrkisefnum vel. Tok hennar á máli og stíl eru mjög örugg, stíllinn agað- ur og markviss, textinn þaulunninn. Margir ungir höfundar gætu tekið Elísa- betu sér til fyrirmyndar hvað þetta varð- ar og það fer ekki ffam hjá neinum að hún er vel lesin í íslenskum bók- menntum. Hallgrímur Pétursson, Einar Benediktsson, Steinn Steinarr, Sigfús Daðason eru nöfn sem koma upp í hug- ann eftir lestur Galdrabókar. Fyrir að- finnslum fer ekki mikið, etv. hefði mátt grisja smælkið eitthvað betur, fella brott veigaminnstu sögurnar til að styrkja heildarmyndina, en þær eru ekki margar sem mega missa sín. Elísabet Jökulsdótt- ir hefur kveðið sér hljóðs með effir- minnilegum hætti með Galdrabók Ellu Stínu. Guðbjörn Sigurmundsson TMM 1994:1 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.