Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 119
PS (frá ritstjóra) „Hvenær opnaðist hyldýpisgjá milli listar skáldsögunnar og gagn- rýnenda? Hvenær tóku gagnrýnendur að slá sjálfa sig til riddara, gerast gæslumenn eigin verðmæta, eigin auðæfa? Slíkar og þvílíkar spurningar brenna æ meira á samtíma okkar, því þessi gjá er orðin hluti af bókmenntalífmu og gæti leitt til hamfara, hörmulegasta hruns sem átt hefur sér stað í sögu bókmenntanna.“ Þannig skrifar Lakis Proguidis ritstjóri hins stórgóða bókmenntatímarits L’Atelier du ro- man, sem hóf göngu sína í París síðastliðið haust og hefur vakið umtalsverða athygli þar í landi. Tímarit þetta er hugsað sem svar við vaxandi hugsunarleysi sem einkennir bókmenntaumræðuna í Evr- ópu, hugsunarleysi sem lýsir sér einna helst í því að menn dæma fýrst og hugsa svo. Ætli þetta eigi einnig við hér á landi? Rekumst við á illa skrifaða og vanhugsaða dóma um nýjar bækur í íslenskum dagblöðum fyrir jólin? Svo sannarlega. Hvers vegna? Ég kann vitaskuld ekkert einhlítt svar við því, en mig langar að setja fram tilgátu: gagnrýnendur líta á sig sem hverja aðra blaðamenn. Hvað þýðir það? Góður blaðamaður veit dálítið um heilmargt, en er ekki vel heima í neinu. Hann þarf að vinna hratt, fylla upp í dálksentímetra eða mínútur hér og nú. Það gengur best með því að tína saman tölur, nöfn og einhverja atburði og kalla það fréttir. í næsta hefti TMM birtist athyglisvert viðtal við franska heimspekinginn Jacques Derrida, en þar bendir hann m.a. á þá stað- reynd að allar fréttir eru meira og minna tilbúningur. Hann segir: „Fréttir, eða tíðindi, eru ekki sjálfgefnar heldur bókstaflega framleidd- ar, síaðar, hanteraðar og matreiddar með aðferðum sem gerðar eru af manna höndum, þar sem raðað er í forgangsröð og búinn til tignarstigi til að þjóna hagsmunum og öflum sem hvorki þolendur né gerendur (þeir sem hlusta á fréttir og segja þær) gera sér nægilega grein fyrir. TMM 1994:1 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.