Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 119
PS (frá ritstjóra)
„Hvenær opnaðist hyldýpisgjá milli listar skáldsögunnar og gagn-
rýnenda? Hvenær tóku gagnrýnendur að slá sjálfa sig til riddara, gerast
gæslumenn eigin verðmæta, eigin auðæfa? Slíkar og þvílíkar
spurningar brenna æ meira á samtíma okkar, því þessi gjá er orðin
hluti af bókmenntalífmu og gæti leitt til hamfara, hörmulegasta hruns
sem átt hefur sér stað í sögu bókmenntanna.“ Þannig skrifar Lakis
Proguidis ritstjóri hins stórgóða bókmenntatímarits L’Atelier du ro-
man, sem hóf göngu sína í París síðastliðið haust og hefur vakið
umtalsverða athygli þar í landi. Tímarit þetta er hugsað sem svar við
vaxandi hugsunarleysi sem einkennir bókmenntaumræðuna í Evr-
ópu, hugsunarleysi sem lýsir sér einna helst í því að menn dæma fýrst
og hugsa svo.
Ætli þetta eigi einnig við hér á landi? Rekumst við á illa skrifaða og
vanhugsaða dóma um nýjar bækur í íslenskum dagblöðum fyrir jólin?
Svo sannarlega. Hvers vegna? Ég kann vitaskuld ekkert einhlítt svar
við því, en mig langar að setja fram tilgátu: gagnrýnendur líta á sig
sem hverja aðra blaðamenn. Hvað þýðir það? Góður blaðamaður veit
dálítið um heilmargt, en er ekki vel heima í neinu. Hann þarf að vinna
hratt, fylla upp í dálksentímetra eða mínútur hér og nú. Það gengur
best með því að tína saman tölur, nöfn og einhverja atburði og kalla
það fréttir. í næsta hefti TMM birtist athyglisvert viðtal við franska
heimspekinginn Jacques Derrida, en þar bendir hann m.a. á þá stað-
reynd að allar fréttir eru meira og minna tilbúningur. Hann segir:
„Fréttir, eða tíðindi, eru ekki sjálfgefnar heldur bókstaflega framleidd-
ar, síaðar, hanteraðar og matreiddar með aðferðum sem gerðar eru af
manna höndum, þar sem raðað er í forgangsröð og búinn til tignarstigi
til að þjóna hagsmunum og öflum sem hvorki þolendur né gerendur
(þeir sem hlusta á fréttir og segja þær) gera sér nægilega grein fyrir.
TMM 1994:1
109