Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 120
Einu gildir hversu merkilegur, óviðjafnanlegur, áleitinn, sársaukafull-
ur eða sorglegur sá „raunveruleiki“ sem er í fréttum kann að vera,
hann berst okkur ævinlega eítir leiðum sem eru tilbúningur einn.“
Fréttirnar eru tilbúningur en þykjast vera óhrekjanlegur sannleikur,
öfugt við skáldskapinn sem byggir á því að vera tilbúningur, leikur, en
felur þegar best lætur í sér meiri upplýsingar og mannskilning en allir
heimsins fréttatímar.
Þannig kann að vera að sú „menningarþjónusta“ sem fjölmiðlarnir
halda sig veita sínu fólki sé byggð á vafasömum forsendum fféttamats-
ins. Þetta á við langflesta fjölmiðla landsins. Viðmiðunin er alls staðar
stríðsffétt, pólitískt upphlaup eða fjármálahneyksli. Þessi vandræða-
lega staða gagnrýninnar er ærið sérkennileg, því á sama tíma standa
íslenskar bókmenntir með miklum blóma. Fyrir nokkrum árum voru
menn að tala, með réttu eða röngu, um að skáldsagan væri í kreppu.
Ég efast um að margir haldi því fram nú, en þær raddir gerast æ
háværari sem halda því fram að fjölmiðlagagnrýnin sé að verða ger-
samlega marklaus. Er þá skollin á tilvistarkreppa meðal gagnrýnenda?
Eða er þeim svo naumt skammtað pláss og tími að þeir geta ekki unnið
sitt verk af neinu viti? Ef til vill er skýringarinnar að leita í því að nú
eru straumar og stefnur ekki eins afgerandi í skáldskapnum og áður
var. Sem betur fer. Höfundar fara meira sínar eigin leiðir og þar af
leiðandi eru hinir mjög svo handhægu ,,-ismar“ orðnir meira og
minna úreltir. Þetta er vitaskuld hið ergilegasta mál fyrir gagnrýnend-
ur og því hafa nokkrir þeirra brugðið á það ráð að gera sjálfa sig að
kjarna málsins, „slá sjálfa sig til riddara“ svo aftur sé vitnað til orða
áðurnefnds ritstjóra.
Eitt besta svarið við þessum miskunnar- og hugsunarlausa mínútu-
valsi eru góðar bækur og lífleg bókmenntaumræða sem er laus undan
áþján hinna svokölluðu frétta.
Glöggir lesendur taka vísast eftir því að nokkrar útlitsbreytingar hafa
nú verið gerðar á tímaritinu. Lesendur geta spreytt sig á því að fmna
hverjar þær eru, en allar miða þær að því að gera tímaritið enn
læsilegra og hlýlegra.
Nú í ár er TMM fimmtíu og fimm ára, fimm árum eldra en íslenska
lýðveldið. Það á sér djúpar rætur í íslenskri sögu og menningu, það
110
TMM 1994:1